Newt Gingrich vill takmarka málfrelsi í Bandaríkjunum

Gingrich leiddi repúblíkanaflokkinn til sigurs 1994 sem fánaberi takmarðara ríkisafskifta en hefur skift um skoðun síðan þá.jpg

Repúblíkaninn Newt Gingrich, sem hefur verið að gæla við að bjóða sig fram til forseta árið 2008 lýsti því yfir í gærkvöld að hugsanlega þyrfti að endurskoða málfrelsi í Bandaríkjunum:

Gingrich, speaking at a Manchester awards banquet, said a "different set of rules" may be needed to reduce terrorists' ability to use the Internet and free speech to recruit and get out their message.

"We need to get ahead of the curve before we actually lose a city, which I think could happen in the next decade," said Gingrich, a Republican who helped engineer the GOP's takeover of Congress in 1994.

Þetta eru mjög athyglisverðar vangaveltur, fyrir nokkrurra hluta sakir. Í fyrsta lagi er það vissulega rétt að bandaríkjamenn gætu lent í því að "lose a city... in the next decade" og það er svo sannarlega rétt að alríkisstjórnin eigi að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að stórborgir tapist og íbúar þeirra drepist eða hrekist á flótta og komist ekki heim til sín, heimili almennings og eigur séu eyðilagðar og fólk þurfi að hafast við í flóttamannabúðum eða íþróttaleikvöngum? Reynslan hefur sýnt að heilu stórborgirnar geta lagst í rúst á fáeinum dögum og að Bandaríkjastjórn, hjálparsveitir og herinn eru hreint ekki nógu vel undir það búin að takast á við slíkar katastrófur, sama hversu mikið "heck of a job" allir séu að gera...

En það er auðvitað fráleitt að frelsispostular á borð við Newt Gingrich telji að það þurfi að styrkja nauðsynlega innviði samfélagsins, eða ráða hæfa menn til þess að stjórna ríkisstofnunum á borð við FEMA. Nei. Slíkt telst sennilega einhverskonar bolsévismi, og kostar skattpeninga? Og hvernig hyggst Gingrich þá vernda borgarana? Nú, með því að skerða málfrelsi! Þannig hugsar þessi fánaberi frelsisins! Koma á tvennskonar reglum um málfrelsi - sumir megi segja sumt, og aðrir megi ekki segja annað. Um málfrelsi "hryðjuverkamanna" skuli gilda "a different set of rules". Hvernig ætli eigi að ákveða hverjir séu hryðjuverkamenn og hverjir ekki? Kannski þarf að stofna til þess sérstaka ríkisskrifstofu, mannaða skriffinnum með víðtæk völd til þess að rannsaka óbreytta borgara og skoðanir þeirra til að skera úr um hver má fá að segja hvað?

Í huga "frelsispostula" á borð við Newt Gingrich er það ábyggilega góð skriffinska - meðan almannaþjónusta er vond skriffinnska. Við þurfum semsagt bara að óttast "stóra bróður" þegar hann er að safna sköttum eða útdeila "handouts", en ekki þegar hann er að njósna um okkur og ákveða hverjir fái að njóta fullra mannréttinda og hverjir ekki?

Það besta við þessa stjórnmálaheimspeki Gingrich er að hann var staddur í hátíðarkvöldverð til heiðurs málfrelsi...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

Hann ætlar sér auðvitað að fá að sitja í nefndinni sem ákveður hverjir megi segja hvað og hvenær. En það er reyndar ótrúlegt að það hvarfli aldrei að þessum "anti civil liberties" hægrimönnum, eins og Gingrich, að þeir, eða þeirra fólk, kunni að verða fyrir barðinu á þessu njósnaapparati sem þeir vilja breyta ríkinu í!

FreedomFries, 29.11.2006 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband