Bush alltaf að tapa: Stríðið í Írak nú formlega orðið "borgarastríð"

Það er allt allatf helvítis dönunum að kenna.jpg

Fram til þessa hafa bandaríksir fjölmiðlar verið ófáanlegir til að kalla ástandið í Írak "borgarastríð". Ástæðan er auðvitað sú að það hefur verið opinber lína Hvíta hússins og forsetans að ástandið í Írak sé stöðugt að batna, að ástandið sé alls ekki svo slæmt, og að Bandaríkjaher sé "making progress". Einverra hluta vegna virðast margir bandarískir hægirmenn nefnilega hafa bitið það í sig að ef þeir viðurkenna að ílla undirbúin innrás bandaríkjahers hafi hleypt af stað borgarastríði þá sé "operation enduring freedom (or chaos and mayhem)" tapað spil... Grundvallaratriði "faith based" utanríkispólítík forsetans og stuðningsmanna hans virðist nefnliega vera að afneita raunveruleikanum.

Fjölmiðlar hafa verið tilbúnir til að fylgja þessari línu fram til þessa, og fyrir vikið hefur öll umræða um stríðið í Írak og bandaríska utanríkispólítík verið hálf marklaus - það gefur auga leið að það er ekki hægt að ræða hluti af neinu viti nema þeir séu kallaðir sínum réttu nöfnum. Það er þess vegna stórmerkilegt að bæði MSNBC og NBC skuli hafa ákveðið að kalla ástandið í Írak "borgarastríð":

The news from Iraq is becoming grimmer every day. Over the long holiday weekend bombings killed more than 200 people in a Shiite neighborhood in Baghdad. And six Sunni men were doused with kerosene and burned alive. Shiite muslims are the majority, but Sunnis like Saddam Hussein ruled that country until the war. Now, the battle between Shiites and Sunnis has created a civil war in Iraq. Beginning this morning, MSNBC will refer to the fighting in Iraq as a civil war — a phrase the White House continues to resist. But after careful thought, MSNBC and NBC News decided over the weekend, the terminology is appropriate, as armed militarized factions fight for their own political agendas. We’ll have a lots more on the situation in Iraq and the decision to use the phrase, civil war. 

Bandarísk dagblöð hafa gælt við hugtakið borgarastríð í nokkurn tíma - en um helgina fjallaði LA Times um "Iraq's Civil War" frekar en að tala um að ástandið "stefndi í að verða" eða "líktist" eða eitthvað álíka loðið. Í New York Times í morgun var frábær grein um pólítískan vandræðaganginn í kringum hugtakið borgarastríð, en þar kom fram að nánast allir sérfræðingar í málefnum mið-austurlanda, fræðimenn sem hafa fjallað um borgarastríð og sérfræðingar i utanríkismálum hafi fyrir löngu verið búnir að sannfærast um að það væri borgarastríð í Írak.

Ég skil reyndar ekki af hverju Bush og Repúblíkanaflokkurinn tekur því ekki fegins hendi að bandaríkjaher í Írak sé að fást við borgarastrið - frekar en einhverskonar "insurgency" eða "sectarian violence". Það hlýtur að vera auðveldara að halda því fram að upplausnarástandið sé írökum sjálfum að kenna - þeir séu jú uppteknir við sitt eigið borgarastríð, sem komi veru Bandaríkjahers í sjálfu sér lítið við. Ef bandaríkjaher er hins vegar að berjast við "insurgents" og "foreign fighters", "elements of Al-Qaeda" eða allra handa íslamófasista í Írak er upplausnarástandið augljóslega að miklu leyti á ábyrgð Bandaríkjahers, því í slíku stríði er bandaríkjaher annar aðal deiluaðilinn. Í borgarastríði er Bandaríkjaher hins vegar frekar áhorfandi - því borgarastríð er jú, samkvæmt skilgreiningu, stríð milli borgara sama ríkis.

Með því að skilgreina stríðið í Írak sem borgarastríð er líka auðveldara fyrir repúblíkana að styðja brottflutning hersins frá Írak án þess að viðurkenna uppgjöf - meðan stríðið í Írak er fyrst og fremst barátta við "insurgents" og terrorista myndi brottflutningur bandaríkjahers auðvitað vera uppgjöf. En ef stríðið í írak er borgarastríð er brottflutning bandaríkjahers "tactical redeployment".

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband