Tom DeLay bloggar um glæsilegan kosningasigur íhaldsmanna í bandarísku kosningunum

Tom DeLay gerði líka bara tæknileg smámistök, því hann elskar lög og reglu og líka sitt eigið frelsi til að gera allt sem sér dettur í hug.jpg

Það hefur verið mjög forvitnilegt að fylgjast með bandarískri stjórnmálaumræðu síðan á þriðjudaginn fyrir viku. Það hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum að demokrataflokkurinn vann stórsigur á repúblíkönum - repúblíkanar töpuðu báðum deildum bandaríkjaþings með svo afgerandi hætti að ekki einn einasti demokrati var falldur af þingi af frambjóðendum repúblíkanaflokksins. Þessi sigur í þingkosningunum er þó bara toppurinn á ísjakanum, því banadaríkjamenn kusu líka til fylkisþinga og nokkra fylkisstjóra. Demokratarnir rúlluðu þeim kosningum öllum líka upp!

  • Demokrataflokkurinn vann 6 fylkisstjórasæti - Fram að því höfðu repúblíkanar haft 28 fylkisstjóra en deomkratar 22. Nú hafa demokratar 28 en repúblíkanar 22.
  • Demokrataflokkurinn náði meirihluta í níu fylkisþingsdeildum, (annað hvort efri eða neðri deild), og töpuðu einni. Demokratar hafa nú meirihluta í 56 fylkisþings-deildum , meðan repúblíkanar hafa meirihluta í 40. Samtals hafa Demokratar nærri 700 fleiri þingsæti í fylkisþingum bandaríkjanna.
  • Demokratar hafa fulla stjórn í 16 fylkjum bandaríkjanna (meirihluta í báðum þingdeildum og fylkisstjóra), meðan repúblíkanar hafa fulla stjórn á aðeins 10 fylkjum.

Meðan það er kannski hægt að blása á stórsigur demokrata í þingkosningunum, og nauman sigur í öldungadeildinni - ekki að fyrir tveimur mánuðum síðan bjóst enginn við því að demokrötum myndi takast að ná öldungadeildinni - eru sigrar þeirra í fylkisþingunum það afgerandi að það er ekki hægt að halda því fram að kosningarnar hafi verið neitt annað en fullkomið og algert burst. Bandaríska þjóðin greiddi atkvæði, ekki bara gegn Bush, heldur gegn öllum repúblíkanaflokknum og fullkomlega misheppnaðri pólítík þeirra undanfarin 6, eða 12 ár, hvernig sem á það er litið. (MyDD, sem er eitt af þessum netrootsbloggum demokrataflokksins var með ágætis umfjöllun um þetta um daginn.)

En þetta hefur ekki stöðvað repúblíkana í að reyna að halda því fram að kosningarnar í seinustu viku hafi alls alls ekki verið einhverskonar áfellisdómur yfir frammistöðu þeirra. Nei, þvert á móti. Repúblíkanar og ihaldssamir fréttaskýrendur hafa keppst við að halda því fram að kosningarnar hafi verið einhverskonar sönnun á því að bandaríska þjóðin væri mun íhaldssamari en áður var haldið, og að til þess að ná aftur meirihluta þurfi repúblíkanaflokkurinn helst að þramma lengra til hægri! Nýleg kosning Trent Lott er til marks um í hvaða átt flokkurinn haldi að hann þurfi að fara. Eftir að Macaca Allen tapaði kosningu í Virginíu fyrir rasísk komment heldur repúblíkanaflokkurinn að það sé klók strategía að tefla fram Trent Lott! Manni sem hefur lýst því yfir að Bandaríkin væru betur stödd ef þau hefðu aldrei afnumið aðksilnaðarstefnu Suðurríkjanna! En Lott er góður "íhaldsmaður".

Og það er í þessari "íhaldspólítík" sem flokkurinn heldur að framtíðin sé falin. Einn af spekingum flokksins sem hefur haldið þessu fram er Tom DeLay, sem líkt og Árni Johnsen trúir því enn að hann hafi ekkert brotið af sér. DeLay er einhverskonar amatörbloggari á Redstate.com, þar sem hann tjáir sig um stjórnmál. Grein DeLay er að mestu frekar meinlausar heimspekilegar vangaveltur um mikilvægi þess að lög og reglur séu haldnar í heiðri. Jú, og frelsi. DeLay hefur með verkum sínum sýnt að hann trúir í það minnsta á frelsið, þ.e. frelsi sitt til að gera nákvæmlega það sem honum dettur í hug.

Niðurstöður DeLay eru þær að repúblíkanar hafi ekkert gert rangt þau 6 ár sem þeir hafa verið við völd, nema helst að hafa ekki verið nógu íhaldssamir:

On Wednesday the President accurately described Tuesday’s election as a ‘thumping’. ... 

I would assert that this election was not so much won by the Democrats as it was lost by the Republicans. Too many Republicans failed to continue an aggressive fight for the principles which bring us together as Republicans and as conservatives. ...

So for me, and I hope for many conservatives, this week is a time of reflection and rededication and not one of recrimination and retreat. The ‘thumping’ I hear is of a conservative movement with a strongly beating heart.

Það er í sjálfu sér mjög skiljanlegt að Repúblíkanar á borð við Tom DeLay geti ekki horfst í augu við hið augljósa, að bandaríska þjóðin var búin að fá sig fullsadda af þeim og þessu "thumping heartbeat" þeirra. Seinustu sex árin hafa bandarískir "íhaldsmenn" fengið tækifæri til þess að gera bandaríkin að betra samfélagi, dreifa lýðræði og frelsi um heiminn. Árangurinn er ekki glæsilegur.

Ég hef enn ekki alveg áttað mig á því hver raunveruleg útkoma kosninna var. Repúblíkanaflokkurinn eins og hann lagði sig tapaði - en það er ekki enn alveg ljóst hverjir unnu. Demokrataflokkurinn, líkt og repúblíkanaflokkurinn er nefnilega "stórt tjald", og innan þess eru allt frá mjög hörðum vinstrimönnum (á borð við Wellstone, sem fórst í flugslysi fyrir fjórum árum), til moderate repúblíkana á borð við Joe Lieberman. Netroots bloggin hafa öll lýst yfir sigri progressive elementsins - og hafa þjappað sér í kringum Howard Dean, meðan Beltway og flokksestablishmentið hefur ýmist lýst yfir sigri "moderate" demokrata eða "blue dog" (þ.e. pro-military og íhaldssamari) demokrata, og hafa þjappað sér í kringum Rahm Emanuel. Pelosi sýnist mér að tileyri fyrri fylkingunni, og Murtha hinni síðari, en það er þó eitthvað óljóst líka.

En eitt er víst - yfirgnæfandi meirihluti demokrata sem voru kosnir eru "umhverfisvænni" en þeir þingmenn sem þeir sigruðu. Og það boðar gott.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Murtha er klárlega í villta vinstrinu eða kannksi bara í spillta vinstrinu? Það er eitthvað verulega shady við Murtha.

Pelosi og Murtha eru buddies. Ég þekki ekki hvar Hoyer er svo lengi sem hann er á móti Murtha þá er hann í skárra liðunu, þar til annað kemur í ljós.

Friðjón R. Friðjónsson, 16.11.2006 kl. 21:06

2 Smámynd: FreedomFries

Ég neita því að Murtha sé klárlega vinstramegin í flokknum! Hann hefur verið á móti stríðinu í Írak, en á nánast öllum "social issues" er hann hægra megin. Hann hefur fengið góðar umsagnir frá the christian right, og er með nánast 100% rating frá NRA. Ég átti líka mjög erfitt með að átta mig á stuðningi Pelosi við Murtha - því mér sýndist vinskapur þeirra ekki geta byggst á því að væru á sömu línu, nema kannski þegar það kæmi að Írak. Ég held að þetta hafi allt verið einhverskonar innanbúðarpólítík - og það er eiginlega málið, það er ekki nógu mikið búið að gerast til þess að maður geti fyllilega áttað sig á innabúðarpólítíkinni í demokrataflokknum.

Vinstra blogospherið er á móti bæði Murtha og Hoyer. En í ljósi spillingarvandamála Murtha finnst mér ágætt að Hoyer hafi unnið. Þetta Pelosi - Hoyer mál sýnir kannski best að þó leiðtogar flokksins gefi út yfirlýsingar þá kjósa þingmenn flokksins samt eins og þeim sýnist - sem er ólíkt rubberstamping-lock-step-marching GOP flokki Tom DeLay og Rove.

En við erum sammála um að Hoyer hafi verið betri kosturinn.

FreedomFries, 17.11.2006 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband