Fyrir akkúrat tíu mínútum síðan viðurkenndi Macaca að hafa tapað fyrir demokratanum Jim Webb. Örstuttu fyrr lýsti Conrad Burns sig sigraðan. Og við þurfum því að kveðja þessa tvo skemmtilegustu öldungardeildarþingmenn Bandaríkjanna. Það hefur að vísu ekkert sést til Burns - Allen mætti nefnilega á fund, og flutti ræðu, meðan Burns lét sér nægja að hringja í mótframbjóðanda sinn Jon Tester.
Burns, 71, didn't say what he plans to do now, though he indicated he was looking forward to taking some time off. "I hope there is still a good-sized buck out there, because I am going hunting," he said.
Burns er semsagt að fara að skjóta dýr. Dick Cheney eyddi þriðjdeginum á skytteríi einhverstaðar í Suður Dakóta. Það er sennilega mjög róandi fyrir taugarnar að drepa eitthvað? Samkvæmt áræðanlegum fréttum ætlar Allen hins vegar ekki að drepa neinn, eða neitt, þó hann hafi tapað á þriðjudaginn. Hann segist hins vegar hafa fundið það í biblíunni að hann ætti að játa sig sigraðann:
"The Bible teaches us there is a time and place for everything, and today I called and congratulated Jim Webb," he said.
Wonkette segir að Allen hafi hins vegar haft (bandarískan) fótbolta með sér á fundinn, og kastað honum glettnislega til eins gestanna. Myndin að ofan sýnir Allen með boltann. Ræðan var víst mjög kurteisleg - Allen gekk þá út með sæmd, en ekki í einhverskonar skrýtnu fýlukasti eins og Burns. Samkvæmt Wonkette, sem livebloggaði ræðuna:
Actually a gracious speech, and it sounded sincere. Nice to show a little class, we like.
Og þar sem Allen er seinasti öldungardeildarþingmaður Repúblíkana til þess að viðurkenna ósigur (það á ennþá eftir að klára að telja, eða telja aftur, í kosningum til nokkurra þingsæta) hef ég ákveðið að setja upp sorgarbúning á síðuna - þar til í fyrramálið, í það minnsta. Um hvað á ég að blogga núna, eftir að Conrad Burns, Rick Santorum, Katherine Harris og Macaca Allen eru öll dottin út af þingi, og búið að reka Donald Rumsfeld? Það er eins gott að Nancy Pelosi sé eins galin og hægrimenn og AM Talk radio hafa lofað okkur!
Allen hefur gefið í skyn að hann sé ekki alfarinn úr pólítík - það verði "a grand Macaca comeback" 2008. Að vísu ætlar Allen ekki lengur að reyna að bjóða sig fram til forseta. Núna er markið sett á fylkisstjórastól Virginíu eða sæti John Warner í öldungadeildinni.
M
Allen játar ósigur í Virginíu; fer ekki fram á endurtalningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Macaca, Senílir pólítíkusar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Facebook
Athugasemdir
Er síðuskrifari ekki í sjokki? Allen hefur nú séð fyrir ómældu efni á þessum vef síðustu vikur og mánuði
Jens Sigurðsson, 9.11.2006 kl. 22:15
Menn eins og Macaca Allen eru auðvitað guðs gjöf til bloggara... ;) t.d. Wonkette, sem eyddi líka ómældum tíma í að fylgjast með ævintýrum Macaca.
Ég verð nú líka að viðurkenna að ég bjóst aldrei við því að Allen myndi tapa, þannig að ég er virkilega sjokkeraður! Eftir að hafa lesið bandarískar vinstribloggsíður, og þessar demokratísku "netroots" síður allar sýnist mér eiginlega að vinstrimenn hér vestra séu jafn undrandi á að þeir hafi í alvörunni unnið kosningarnar á þriðjudaginn.
FreedomFries, 9.11.2006 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.