fim. 9.11.2006
Bill O'Reilly hefur lausn á ástandinu í Miðausturlöndum: Ekki þessi leiðindi - fólk ætti að hætta þessu veseni!
O'Reilly, eins og annað skilningssljótt og ílla upplýst fólk, er auðvitað fullkomlega orðlaus yfir því að allt þetta fólk í útlöndum þurfi að vera með stöðugt vesen. Spurningin sem brennur á huga hans er hversvegna þetta fólk allt þarf að láta svona? Stríð og sprengingar. Eftir að hafa velt þessu fyrir sér í langan, langan tíma komst O'Reilly að þeirri óumflýjanlegu, og klókindalegu niðurstöðu, að lausnin væri að þetta fólk barasta hætti að vera með vesen! "Stop being this crazy country"! O'Reilly bauð sjónvarpsáhorfendum upp á þessa snilldarlausn sína í viðtali við Geraldo Rivera á Fox:
I think the Iraqis have got to step up and at least try to fight for their democracy, instead of being this crazy country of Shiia against Sunni I dont ever want to hear Shiia and Sunni again.
Þetta er klókt plan: "just stop this shit", eins og Paul Hipp söng í sumar. Upptaka af Hipp á Huffingtonpost er hér. Þetta er auðvitað lausnin á öllum heimsins vandamálum. Fólk ætti bara að hætta þessu helvítis veseni, ekki þessi leiðindi...
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fox News | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.