Kosningarnar í Virginíu enda ekki fyrr en einhverntímann næsta janúar...

Macaca á góðri suðurríkjastund.jpg

Það lítur út fyrir að George Macacawitz ætli að krefjast endurtalningar á atkvæðum í Virginíu - og samkvæmt lögum fylkisins má ekki byrja að telja atkvæði upp á nýtt fyrr en í lok mánaðarins! Og það þýðir að við fáum sennilega ekki að vita hvort öldungadeildin verði Macaca-free eða ekki.

Virginia’s election laws allow an apparent loser to request a recount if a contest’s margin is less than 1 percent — and the margin in the preliminary results of the state’s Senate election stood this morning at about one-third of 1 percent.

According to a statement issued this month by the state’s Board of Elections, no request for a recount may be filed until the vote is certified, which is scheduled to happen this year on Nov. 27th.

Á þessari stundu er Webb með um það bil 8 þúsund atkvæða forskot, af 2.3 milljón greiddum atkvæðum. Þó ég vilji að demokratarnir nái meirihluta í öldungadeildinni er ég eiginlega farinn að kvíða því að sjá á eftir Allen. Núna þegar demokratarnir eru búnir að fella alla vitlausustu og gölnustu þingmönnum repúblíkana er orðið fátt um fína drætti í þinginu - og það þarf alltaf að hafa minnst einn suðurríkjarasista sem dreymir um að endurreisa the Confederacy!

Í Montana er Tester með 3100 atkvæða forskot. Frambjóðandi frjálshyggjuflokksins (The Libertarian Party) er með 3% fylgi, eða 10.300 atvæði samkvæmt nýjustu tölum. Frjálshyggjumenn eru sennilega sá hluti stóra tjaldsins sem er hvað ósáttastur við þá stefnu sem Repúblíkanaflokkurinn hefur tekið.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband