Síðustu fréttir frá Montana og Virginíu - Conrad Burns í fýlu og the Macacas styðja Webb, en ekki Macaca Allen

Macacas for webb.png

Kosningaþátttaka í Virginíu er óvenjulega góð - og liberal blogospherið er sannfært um að það sé Webb að þakka. Á seinasta kosningafund Webb fyrir kosningar mættu 6-7000 manns, meðan Allen hélt fund með 250 stuðningsmönnum.

Reports from around Virginia early Tuesday indicated an extraordinarily high turnout for a midterm election, with perhaps 65 percent of registered voters expected to cast ballots, state elections officials said. That would double the midterm turnout in 2002.

Ég var búinn að sætta mig við að hafa Allen í þinginu - en það lítur út fyrir að við þurfum að lifa án "the wit and wisdom of the Macaca". Svo lítur líka út fyrir að Conrad Burns sé undir í Montana. Undanfarna daga voru búnar að koma nokkrar kannanir sem sýndu að Burns væri að saxa á forskot demokratans Tester - en seinasta könnnin sem var gerð í Montana sýnir að Tester hafi stuðning 49% kjósenda en Burns 44%.

Burns er víst í fýlu yfir þessum niðurstöðum. Talsmaður Burns, Jason Klindt gagnrýndi The Great Falls Tribune fyrir að birta tölurnar.

Running a bogus poll on the day before an election to try and suppress Republican voter turnout is irresponsible and in poor taste.

Og af hverju voru starfsmenn Burns þeirrar skoðunar að könnunin væri "bogus"?

The only evidence Klindt offered for characterizing the poll as “bogus” was that the numbers “just don’t smell right.”

Það er þetta með lyktina af skoðanakönnunum og tölum. Think Progress bendir á að Tester hafi verið með meira fylgi en Burns í öllum könnunum síðan í apríl. Demokratarnir fella vini okkar Santorum, Allen og Burns, auk þess Mike DeWine í Ohio og Lincoln Chafee í Rhode Island. Það er séns á að repúblíkaninn Jim Talent í Missouri tapi. Og ef svo fer missa Repúblíkanar meirihluta í öldungadeildinni.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband