Fleiri kannanir og kosningaspár

Michelle Bachmann.jpg

Ég er mjög efins um að þetta geti gengið eftir - en það má alltaf láta sig dreyma. America Blog, sem einbeitir sér að því að fylgjast með skoðanakönnunum er gríðarlega bjartsýnt og vitnar máli sínu til stuðings í Larry Sabato. (Freedom Fries hefur, eins og önnur háalvarleg og hátíðleg stjórnmálablogg, hefur einbeitt sér að því að fylgjast með Macaca Allen, enda skoðanakannanir fullar af tölum og tölfræði). Sabato spáir eftirfarandi niðurstöðum:

Öldungadeildin: Demokratarnir vinna 6 sæti, ná meirihluta:
AZ: GOP Kyl
CT: Ind Lieberman
MD: Dem Cardin
MI: Dem Stabenow
MN: Dem Klobuchar
MO: Dem McCaskill
MT: Dem Tester
NE: Dem Nelson
NJ: Dem Menendez
OH: Dem Brown
PA: Dem Casey
RI: Dem Whitehouse
TN: Rep Corker
VA: Dem Webb
WA: Dem Cantwell

Neðri deild þingsins: Demokratar vinna 29 sæti, en þurfa bara 15 til að fá meirihluta.

Ég hef ákveðnar efasemdir um þessa spá - ég hef t.d. ekki séð neinn annan þora að spá því að demokratarnir nái meirihluta í öldungadeilidinni - því til þess þurfa þeir að fella Allen í Virginíu og Talent í Missouri - en kannanir hafa sýnt mjög mjótt á milli demokrata og repúblíkana í báðum fylkjum - og líka að sigra Conrad Burns í Montana. Burns, þrátt fyrir að vera senílt og spillt gamalmenni, en hefur sótt í sig veðrið undanfarna viku. En það má alltaf vona. Spá hans um þingið er trúverðugri. Hann er t.d. búinn að færa Minnesota 6 yfir til Repúblíkana - en margir liberal bloggarar og fréttaskýrendur (t.d. NYT) hafa verið að reyna að halda því fram að Michelle Bachmann (sem er nett spooky btw!) myndi geta tapað fyrir Patty Wetterling.

Og svo að lokum listi yfir hverja við ætlum að fylgjast með á kosningavökunni í kvöld (eftir að ég er búinn í vinnunni klukkan 9 þarf ég að bruna á eina minnstu, en sennilega bestu kosningavöku tvíburaborganna!) Ég setti líklega niðurstöður innan sviga.

CO 04: Angie Paccione (D) og Marily Musgrave (R) - Eftir að upp komst um Ted Haggard er óvíst um hvort value voters í Colorado mæti á kjörstað. Musgrave er í forystu fyrir fósturvísa-lobbíið, og einn helsti krossfarinn í baráttunni gegn "hommaplágunni" og "fóstureyðingafaaldrinum" (Toss up)

FL 13: Tim Mahoney (D) og Joe Negron (R) - Negron kom inn í staðinn fyrir Maf54 Foley. (Tossup-leans Dem)

IN 08: Brad Ellsworth (D) og John Hostettler (R) - Hostettler trúir því að fánabrennur séu alvarlegasta ógnin við Bandaríkin - og er í forystusveit "íhaldsmanna" sem telja hæstarétt eiga að hlýða framkvæmdavaldinu. (Likely Dem)

MI 07: Tim Walberg (R) og Sharon Renier (D) - Sharon er organískur bóndi og Walberg var studdur af Club for Growth og the Minutemen (Likely Rep)

MN 02: John Kline (R) og Coleen Rowley (D) - Rowley varð fræg fyrir að afhjúpa að FBI vissi af sumum 9/11 flugræningjunum, en gerði ekkert til að stöðva þá. Hún hefur hins vegar rekið einhverja ömurlegustu kosningabaráttu haustsins (Solid Rep)

MN 06: Michelle Bachmann (R) og Patty Wetterling (D) - MN 6 var búið til til þess að tryggja öruggt GOP kjördæmi í úthverfum the Twin Cities. Bachmann er eins solid culture warrior og þeir verða - einu málin sem hún hefur áhuga á eru fóstur og samkynhneigð. (Likely Rep)

OH 02: Victoria Wulsin (D) og Jean Schmidt (R) - "Mean Jean" Schmidt er bæði andstyggileg og heimsk. (Toss up - leans dem)

PA 07: Joe Sestak (D) og Curt Weldon (R) - Weldon hefur átt í viðskiptum við rússnesku mafíuna og serbneska stríðsglæpamenn, ég meina rússneska bissnessmenn og serbneska þjóðernissinna. (Leans Dem)

PA 10 Chris Carney (D) og Don Sherwood (R) - The Pennsylvania Strangler hefur reynt að höfða til fjölskyldugildanna í kosningabaráttunni... (Leans dem)

TX 22: Nick Lampson (D) og Shelley Sekula Gibbs (R) - TX 22 er kjördæmi Tom DeLay - og Sekula Gibbs er "write in candidate" (Toss up)

Þar að auki er mikilvægt að sjá hvernig demokrötunum reiðir af í kosningum til fylkisstjóra og fylkisþinga - en það er í fylkjunum sem það ræðst hvernig næstu kosningar fara. Það er í fylkjunum sem kjördæmi eru ákveðin, og það er í fylkjunum sem atkvæði í forsetakosningunum 2008 verða talin. Velgengni repúblíkana undanfarin ár hefur að miklu leyti ráðist af sterkri stöðu þeirra bæði í fylkisþingum og á fylkisstjórastólum.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband