mán. 6.11.2006
Tvær nýjustu kannanirnar sýna demokrata missa fylgi
Daginn fyrir kosningar virðist sem kjósendur repúblíkana hafi ákveðið að ástandið væri ekki svo slæmt, stríðið í Írak kannski ekki alveg vonlaust (forsetinn hefur vissulega lofað okkur leyniplönum, svo hann hlýtur að vita hvað hann er að gera?), fjárlagahallinn hreint ekki eins slæmur og af er látið, flokksforystan ekki eins spillt og fjölmiðlar hafa gefið í skyn og ríkisstjórnin ekki fullkomlega vanhæf.
Ótti við Nancy Pelosi? Þakklæti fyrir að Saddam hafi verið dæmdur til þess að hanga? Skopskyn Kerry? Eitthvað virðist hafa kynt undir stuðningi við Repúblíkanaflokkinn. Í könnun sem Washington Post og ABC gerðu kemur í ljós að: 43% eru ósáttir við embættisfærslu forsetans, 55% sátt - fyrir tveimur vikum voru þessar tölur 40% og 58%. 53% segjast munu styðja Demokrata, en 43% Repúblílkana - fyrir tveimur vikum voru tölurnar 54% og 41%. Meðal líklegra kjósenda er hlutfallið 51% á móti 43%, en var 54% og 41%. Þegar spurt er hvort landið sé á réttri leið segja 39% já og 59% nei, fyrir tveimur vikum sögðu 32% já og 66% nei.
Í könnun sem Pew birtir í dag, en í henni lítur ástandið eiginlega enn verr út, forskot demokrata meðal kvenna og "óháðra" kjósenda hefur minnkað. Og í þessari könnun kemur fram að Kerrybrandarinn virðist hafa haft áhrif. Bæði Pew og WaPo/ABC gerðu kannanir sínar í lok seinustu viku, þegar umfjöllun um skopskyn Kerry var hvað mest. The Plank efast reyndar um að það sé hægt að túlka niðurstöðurnar þannig:
Nearly 20 percent of independents told Pew that the joke raised doubts in their minds about voting Democratic (versus 36 percent of Republicans and 5 percent of Dems). John thinks that's a disastrously high number. I think it could be bad news, but it need not be. My feeling is that a good quarter to a third of all independents are basically Republicans. And, if you'll permit me a little armchair psychologizing, I think people who call themselves independents but are almost certain to vote Republican typically look for a convenient pretext to justify their vote. My guess is that the Kerry joke has provided that pretext, even though the outcome of their vote was never really in doubt.
Þetta er hugsanlega rétt. Það er ekki svo auðvelt að skipta á milli stjórnmálaflokka, og þó kjósendur sem áður studdu innrásina í Írak, og tóku undir með forsetanum þegar hann lagði allar efasemdir um flokkslínuna og visku foringjas að jöfnu við landráð og hatur við "the men and women in uniform", hafi tímabundið fyllst viðbjóði á GOP getuleysi og spillingu, gátum við ekki reiknað með því að þeir myndu allir haldast vakandi og með fullri meðvitund fram að kjördegi. Þó þessar kananir líti ílla út er nýjasta könnun Gallup aðeins betri, þó hún sýni líka repúblíkana ná öldungadeildinni.
Ef þessar tölur eru réttar - og ef ástandið batnar ekki - er næsta ólíklegt að Demokrötum takist að vinna meirihluta í öldungadeildinni, þó það sé enn næsta öruggt að þeir nái þinginu. Hversu stór sigur þeirra þar verður er svo aftur spurning. En þetta er samt ekki öll sagan, því bandaríkjamenn eru líka að kjósa til fylkisþinga og fylkisstjóra, og það er enn óvíst hvernig þær kosningar allar fara. "The national media" hefur ekki flutt mikið af fréttum af lókal kosningum, og ég hef hreinlega ekki haft tíma eða orku til þess að reyna að setja mig inn í neitt af þeim, nema í Ohio og Minnesota - og í báðum fylkjum lítur ástandið enn vel út.
Svo er auðvitað mikilvægt, hvor sem demokratar vinna meirihluta í öldungadeildinni eða ekki, að flestir ömurlegustu frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til öldungadeildarinnar munu tapa: Mark Kennedy í Minnesota, en hann er sennilega með vitlausustu stjórnmálamönnum síðari ára. Sömuleiðis Katherine Harris í Flórída og Rick Santorum í Pennsylvaníu. Conrad Burns í Montana og Macaca Allen í Virginíu virðast hins vegar eiga séns.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.