Glenda Dawson býður sig fram til þings Texasfylkis - þó hún sé búin að vera dauð síðan í september

Dawson - 100% dead.jpg

Fréttir eins og þessi birtast auðvitað í hvert skipti sem bandaríkjamen halda kosningar, því ef frambjóðendur þurfa einhverra hluta vegna að draga sig til baka stuttu fyrir kosningar, hvort heldur það er vegna þess að þeir séu á leiðinni í fangelsi, eins og Tom DeLay og Maf54 Foley, eða vegna þess að þeir eru dauðir, má ekki fjarlægja nöfn þeirra af kjörseðlum. Glenda Dawson er í framboði fyrir Repúblíkanaflokkinn til þings Texas, og er, samkvæmt nýjustu tölum örugg um kosningu. Dennis Bonnen, annar repúblíkani og fulltrúi á Texasþingi hefur að vísu hertekið kosningaskrifstofuna og hefur ásamt starfsmönnum Dawson verið á fullu að senda út auglýsingabréf og hringja í kjósendur:

A  new campaign mailer shows a smiling Republican state Rep. Glenda Dawson meeting with Sen. Kay Bailey Hutchison. It reminds voters of Dawson's many notable achievements in education, economics and politics.

What the ad doesn't say is that Dawson has been dead since September. ... Bonnen said the new flier was prepared as a tribute to Dawson, 65, and did not attempt to conceal her death.

"We don't suggest that there's a great thing she's going to accomplish for the voters in the future," he said. "We had already made it clear to voters in one piece that she had passed away. We didn't think it was necessarily necessary to repeat it."

Dawson fær 100% rating frá "Texas Right to Life" sem metur hversu mikið pólítíkusar í Texas elska fóstur og fósturvísa. Ef Dawson nær kosningu þarf að halda nýjar kosningar þar sem kjósendur velja hver tekur sæti hennar.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband