fös. 3.11.2006
Meiri fréttir af Haggard
Haggard er í öllum dagblöðum, á öllum bloggsíðum og í öllum sjónvarpsfréttum í Bandaríkjunum. ABC flutti í morgun langa frétt um Haggard, ásakanarinar gegn honum og viðurkenningar hans að hafa gert "eitthvað" af sér. ABC birti meðal annars upptökur af símaskilaboðum þar sem Haggard biður Mike Jones, sem sakar Haggard um að hafa keypt af sér kynlíf, um að kaupa fyrir sig spítt fyrir 100 eða 200 dollara. Það er hægt að sjá upptöku af frétt ABC á Americablog.
Demokratar vona auðvitað að þessar uppljóstranir allar verði til þess að "the values voters" mæti ekki á kjörstað, eða kjósi ekki frambjóðendur hins sjálfskipaða siðgæðisflokks. Talsmenn evangelista hafa þungar áhyggjur af því að Demokrötum verði að ósk sinni. Stephen Bennett, sem heldur úti sinni eigin kirkju, og predíkar að biblíulestur geti "læknað" samkynhneigð segist fullur viðbjóðs á framferði Haggard og að fréttir af framferði hans muni fæla frá kristna kjósendur:
Will this affect the elections next Tuesday? Are Republicans disenfranchised with the hypocrisy within their own party - especially the hypocrisy within the driving force - the Christian Conservative base? You better believe it.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.