Sjónvarpspredíkarinn Ted Haggard, leiðtogi "New Life Church", segir af sér í kjölfar ásakan um samkynhneigð og amfetamínneyslu

Haggard og tennurnar.jpg

Í gær bárust fyrstu fréttir af því að Ted Haggard, sem er einn af leiðtogum "kristinna" repúblíkana, formaður landssamtaka evangelista, stórtækur sjónvarpspredíkari og í forystusveit þeirra sem trúa því að samkynhneigð sé einhverskonar sjúkdómr eða "lífsstíll" sem eigi að uppræta, helst með eldi og brennisteini, hefði í mörg ár keypt kynlífsþjónustu af karlmönnum. Og ekki nóg með það - hann hafi líka keypt og notað amfetamín... 

The allegations were made Wednesday on a Denver talk radio station, KHOW-AM. Mike Jones, who described himself as a male escort, said he had a sexual "business relationship" with Haggard for the last three years. Jones, 49, told the Associated Press that he had saved voicemail messages from Haggard, as well as an envelope that he said Haggard had used to mail him cash.

Haggard var hins vegar ötull talsmaður siðgæðis og óvinur alls óeðlis:

Under Haggard's leadership, the National Assn. of Evangelicals, which has 30 million members, reaffirmed a policy statement that describes homosexuality as "a deviation from the Creator's plan" and calls same-sex relations a sin that, "if persisted in … excludes one from the Kingdom of God."

Haggard has lobbied for a U.S. constitutional amendment to ban same-sex marriage; he also supports the gay-marriage ban that will go before Colorado voters Tuesday.

Samkvæmt Harpers Magazine þá á Haggard að hafa byggt kirkju sína upp í kringum baráttuna gegn samkynhneigð - á fleiri en einn máta, því Haggard (sem hefur verið giftur í 28 ár, og á fimm! börn) á mörg á að hafa haldið til á gay-börum, til þess að boða trú, auðvitað, og til þess að bjóða afvegaleiddum syndaselum á trúarsamkomur. Haggard hefur augljóslega verið búinn að koma sér upp hinu fullkomna cover!

Þessar fréttir eru allt í senn, stórskemmtilegar og fyndnar, en líka svolítði sorglegar. Sorglegar vegna þess að maðurinn á fimm börn og konu - og ég hálfpartinn kenni líka í brjósti um alla samstarfsmenn hans meðal repúblíkana og evangelista sem hafa passað sig betur, og haldið fjársvikum, framhjáhaldi og kynferðislegu óeðli sínu betur leyndu.

James Dobson, sem er einn af nánustu bandamönnum Haggard, var enda fljótur til þess að ásaka "the liberal media" um samsæri og svik:

It is unconscionable that the legitimate news media would report a rumor like this based on nothing but one man's accusation. Ted Haggard is a friend of mine and it appears someone is trying to damage his reputation as a way of influencing the outcome of Tuesday's election -- especially the vote on Colorado's marriage-protection amendment -- which Ted strongly supports.

Dobson hefur skýrt alla skandala repúblíkanaflokksins sem einhverskonar vinstrisamsæri sem hafi það eitt að markmiði að "suppress the values voters", og Gary Bauer sem er formaður "American Values" bætir við:

Big, liberal media has been engaging in an all-out war on the Christian vote -- to suppress that vote, to discourage faith-based voters, to make them think through distorted polls that the election is already over.

Síðan það komst upp um hann hefur Haggard sagt af sér, og skrifstofa New Life Church - sem er "meagachurch" sem Haggard leiðir, hefur viðurkennt að "eitthvað" af því sem Haggard hefur verið sakaður um eigi við rök að styðjast!

From: Pastor Ross Parsley Mailed-By: newlifechurch.org
Date: Nov 2, 2006 10:59 PM
Subject: Update from Pastor Ross

Dear New Lifers and friends of New Life Church,

Many of you have expressed concern about today’s news regarding our pastor. Thank you all for your prayers and support, and for your concern for our church family.

As you’ve likely heard by now, Pastor Ted has voluntarily placed himself on administrative leave as New Life’s senior pastor to allow our external board of overseers to work effectively. Below is the statement that we released to the media on Thursday afternoon.

Since that time, the board of overseers has met with Pastor Ted. It is important for you to know that he confessed to the overseers that some of the accusations against him are true. He has willingly and humbly submitted to the authority of the board of overseers, and will remain on administrative leave during the course of the investigation.

Þar sem Haggard er sakaður um nokkrar syndir: eiturlyfjakaup og að hafa keypt kynlífsþjónustu af karlmanni, og þar með líka samkynhneigð og framhjáhald, til viðbótar við lygar og hræsni, er af nógu að taka.

Það er alltaf jafn skemmtilegt að fá fréttir af því að sjálfskipaðir siðgæðisverðir repúblíkanaflokksins séu afhjúpaðir sem hræsnarar af verstu gerð. Þessar fréttir minna okkur líka á að háværustu óvinir samkynhneigðar eru allir í einhverskonar vandræðum með eigin kynhneigð. Helmingur þeirra er í skápnum og hinn helmingurinn hatast við eigin samkynhneigð og reynir að friða samviskuna með því að beina hatrinu að öðrum.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband