Katherine Harris

Það er ekki bara Macaca Allen sem þykist vera einhverskonar kúrekapersóna.jpg

Alveg síðan haustði 2000 hef ég, líkt og svo margir aðrir, verið dyggur aðdáandi Katherine Harris. Í henni sameinast nefnilega svo margir hörmulegir eiginleikar að það hlýtur að vera einsdæmi. Embættisfærsla hennar sem secretary of state í Flórída þegar deilur risu upp um endurtalningu atkvæða í forsetakosningunum, þar sem hún sá til þess að Bush fékk forsetaembættið, var svo ævintýralega ósvífin og ólýðræðisleg að hún hefði sómt sér vel í Mið-Ameríku á níunda áratugnum. Síðan þá hefur Harris flækst í múturmál, vingast við alla spilltustu þingmenn Repúblíkanaflokksins, og almennt sannað að hún væri vitlausasti jesúvitleysingurinn í flokknum. Öll framkoma hennar hefur verið með þeim hætti að hún hefði varla getað verið fáránlegri þó hún væri karakter í einhverju sketsi hjá Jon Stewart.

Og kosningabarátta Harris, sem býður sig fram til öldungadeildarinnar fyrir Flórída, hefur staðið undir þeim háu standördum sem Harris hefur sett sér. Washington Post birtir skemmtilega grein um þingkonuna í morgun, en Harris er víst að skrifa bók um hversu vondur heimurinn hefur verið við aumingja litlu sig:

Katherine Harris, who is trying to become a U.S. senator, says she is writing a tell-all about the many people who have wronged her. This includes, but is not necessarily limited to: the Republican leaders who didn't want her to run, the press that has covered her troubled campaign, and the many staffers who have quit her employ, whom she accuses of colluding with her opponent.

She is vague about what, precisely, makes her a victim, but she says she has it all documented.

Harris fer á kostum í viðtalinu, segist vera fórnarlamb stórfellds samsæris sem teygi anga sína inn í báða stjórnmálaflokkana - og svo leggur hún áherslu á mál sitt með leikrænum tilþrifum:

The way Harris sees it, a vast left- and right-wing conspiracy, encompassing both the "liberal media" and the Republican "elite," is attempting to keep her out of the Senate. She says anyone could see the way the panel of questioners coddled Nelson at their debate last week. Her voice gets all high and mocking as she imitates them.

" Ooooh, Senator Nelson," she says. "I mean, come on."

Greinin er hreinasta snilld - og uppfull af stórfenglegum lýsingum á Harris sem er bæði vitlausari og galnari en villtustu og íllgjörnustu vinstrimenn þorðu að vona.

Former chief adviser Ed Rollins, who managed Ronald Reagan's reelection to the White House in 1984, said working for Harris was like "being in insanity camp."

Og eina leiðin til þess að Harris geti unnið er að andstæðingur hennar verði skyndilega ennþá geðveikar: 

"The only way Bill Nelson could lose this," says Darryl Paulson, a political scientist (and Republican) at the University of South Florida, "is if he got himself in a drug-induced stupor and ran naked down the main street of his home town."

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband