lau. 28.10.2006
Repúblíkanar kenna fjölmiðlum um minni hagvöxt
Meirihluti Bandaríkjamanna telur efnahagsástandíð í Bandaríkjunum slæmt - þrátt fyrir að hlutabréfavísitölur hafi verið að stíga og hagvöxtur hafi verið sæmilegur undanfarin misseri, og þrátt fyrir skattaendurgreiðslur forsetans. Þetta ergelsi hefur kannski eitthvað með það að gera að venjulegt millistéttarfólk hefur ekki efni á að kaupa sjúkratryggingar og senda börnin í háskóla. Vaxandi skuldsetning bandarískra heimila undanfarin ár má að mestu rekja til hækkandi skólagjalda, hækkandi eldsneytisverðs og hækkandi tryggingakostnaðar. Og samkvæmt nýjustu tölum hefur hagvöxtur líka dregist saman, og útlitið er ekki mikið betra.
Og hverjum er þetta að kenna? Efnahagsstjórninni? Nei, auðvitað ekki. Þetta er allt fjölmiðlum að kenna! Roy Blunt (R-MO) hélt þessu fram í viðtali hjá Fox news:
But I think a bigger story is that so much of the media - and I dont put Fox News in this category - has constantly talked down this economy. Believe me, if we were in the mid-90s, Bill Clinton was president, we had the things happening in the economy that are happening today, I am convinced there would be a totally different national media coverage by most of the media of this economy
Hvernig fréttaflutningur getur stjórnað hagvexti er mér hulin ráðgáta. Það sem er athyglisvert við þennan hugsunarhátt er að Repúblíkanar virðast ekki tilbúnir til þess að horfast í augu við raunveruleikann. Í þeirra huga er raunveruleikinn einhvernveginn búinn til í fjölmiðlum: Raunveruleikinn sé búinn til af fólki sem sitji og skrifi greinar, og ræður, fólki sem talar í sjónvarpi og útvarpi. Og ef okkur mislíkar það sem við sjáum í kringum okkur hljóti það að vera vegna þess að ílla innrættir blaðamenn og pólítískir aktívistar einhverstaðar á ritstjórnarskrifstofum eða "inní blogóspherinu" séu að skrifa upp vondan raunveruleika.
Leiðtogar Repúblíkana hafa nefnilega sannfærst um að orðræðan og ídeológían sé það sem skipti öllu máli, að raunveruleikinn sé ekkert annað en afleiða orða. Tilraunir þeirra til þess að þagga niður í hverjum þeim sem leyfir sér að efast um línu flokksins í utanríkismálum eða efnahagsmálum (þ.e. að allt sé í himnalagi) sé einhvernveginn að vinna fyrir óvini Bandaríkjanna eða reyna að grafa undan velsæld Bandaríkjanna.
Irving Kristol, faðir nýíhaldsstefnunnar, sagði eitt sinn að "a neoconservative is a liberal mugged by reality, one who became more conservative after seeing the results of liberal policies". Það er kaldhæðnislegt að nú, þegar nýíhaldsmenn eru loksins búnir að leggja undir sig Hvíta Húsið og náð tökum á þingliði Repúblíkanaflokksins skuli það vera þeir sem neita að horfast í augu við raunveruleikann og ömurlegar afleiðingar sinnar eigin óstjórnar.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fox News, ímyndunarveiki | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.