fös. 27.10.2006
Verstu heimasíður frambjóðenda til bandarísku þingkosninganna
Cnet hefur tekið saman lista yfir 17 verstu heimasíður kosningabaráttunnar - og það er augljóst að smekkur manna og skopskyn er misjafnt. Eða kannski er það frekar að smekkleysi manna er misjafnlega mikið. Besta heimasíðan er þó vafalaust síða Kay Granger, sem er repúblíkani og í framboði í Texas. Kay virðist hafa komist á lista vegna uppskriftar sem hún birtir að einhverju sem hún kallar "Easy, Killer Margaritas".
Uppskriftin er:
Frozen Limeade (any size)
Tequila (your choice)
Beer (your choice)Empty the limeade into a pitcher. Using the empty can as a measure, add 1 can of tequila and 1 can of beer to the pitcher
Stir and pour over ice. Squeeze wedge of fresh lime on top.
Kannski drekkur fólk svonalagað í Texas, en ég hef aldrei áður heyrt um bjór-tequila kokteila, sérstaklega ekki þegar það eru jöfn hlutföll af tequila og bjór! Mín reynsla er reyndar að bjór og tequila, blandað saman, sé einmitt "killer", og ekki í neinni jákvæðri merkingu.
Listi Cnet er hreinasta unun fyrir áhugafólk um ljótar heimasíður.
M
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.