fim. 26.10.2006
Bandaríkjaher sendir hermönnum í Írak ítarlegar leiðbeiningar um hvernig eigi að kjósa frambjóðendur Repúblíkana
Þegar Mark Foley sagði af sér þingmennsku, í kjölfar tölvupóstsendinga, þóttust demokratar nokkuð öruggir með að vinna sæti Foley í Flórída. Það var nefnilega of stutt til kosninga til þess að hægt væri að taka nafn Foley af kjörseðlinum. Kjósendur Repúblíkana yrðu því að láta sig hafa að greiða pervertinum Foley atkvæði á kjördag. Að vísu myndu öll atkvæði Foley teljast hafa fallið Joe Negron í skaut - en flokknum tókst að fá Negron til að taka sæti Foley. Semsagt: nafn Foley er ennþá á kjörseðlum, en ekki nafn Joe Negron. Þeir sem vilja greiða Negron atkvæði þurfa því að krossa við Foley.
Þetta er allt mjög, mjög flókið, og herinn, sem þekkir sitt fólk, sá því ástæðu til þess að senda öllum hermönnum frá Flórída nákvæmar leiðbeiningar um hvernig þeir ættu að kjósa frambjóðanda Repúblíkana þegar þeir gengju að kjörborðum 7 nóvember. Herinn sá hins vegar enga ástæðu til þess að minnast á að það væru aðrir í framboði en Foley, svo Tim Mahoney, frambjóðandi demokrata neyddist til þess að senda annað bréf til hermanna, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að það væri líka hægt að kjósa sig...
Special Instructions for Voters in the 16th Congressional District of Florida
On September 29th, Mark Foley resigned from the United State House of Representatives. He also withdrew as the Republican Candidate for the House of Representatives in Florida's 16 th District.
Pursuant to Florida Law, the Florida Republican Party nominated Joe Negron as the Republican Candidate in the 16th District replacing Foley. Pursuant to Section 100.111(4) of Florida Statute, Foley's name will remain on the ballot for both absentee and regular ballots. Any votes cast for Foley will count towards the total of the substitute candidate.
Voters from Florida's 16th Congressional District should be aware that any votes cast for Mark Foley will be counted toward the total of Joe Negron. Additionally, voters who wish to cast a vote for Joe Negron should cast their vote for Mark Foley.
Foley og Negron eru nefndir á nafn níu sinnum, og Repúblíkanaflokkurinn þrisvar. Það er augljóst hvernig herinn vill að menn kjósi! Myndin að ofan er af Negron.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Siðgæði | Breytt s.d. kl. 14:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.