Bandaríska tollgæslan má gera ferðatölvur flugfarþega upptækar - án nokkurar skýringar

Customs agents.jpg

Það er því vissara að geyma ekki sannanir um alþjóðlega glæpastarfsemi, njósnir og hryðjuverk á harðadisknum þegar maður ferðast! Herald Tribune fjallaði í morgun um heimild bandarísku tollgæslunnar til að gera ferðatölvur flugfarðega upptækar. Fæstir hafa hugmynd um þessa heimild, en tollgæslan getur án þess að gefa neina skýringu gert tölvur upptækar og svo setið á þeim eins lengi og þeim sýnist meðan þeir eru að fara yfir allt sem tölvan hefur að geyma. Herald Tribune segist hafa heimildir um að saklausir ferðalangar hafi beðið meira en ár eftir því að fá tölvur til baka -

Appeals are under way in some cases, but the law is clear. "They don't need probable cause to perform these searches under the current law," said Tim Kane, a Washington lawyer who is researching the matter for corporate clients. "They can do it without suspicion or without really revealing their motivations." ... Laptops may be scrutinized and subject to a "forensic analysis" under the so-called border search exemption, which allows searches of people entering the United States and their possessions "without probable cause, reasonable suspicion or a warrant," a federal court ruled in July.

Í ljósi þess að tollyfirvöld virðast mega halda tölvum eins lengi og þeim sýnist er sennilega skynsamlegt að taka afrit af öllum gögnum áður en maður tekur fartölvuna með sér til eða frá Bandaríkjunum!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

þetta ýtit undir það að maður verður alveg áhugalaus á að stíga á bandariska grund...

Ólafur fannberg, 25.10.2006 kl. 23:13

2 Smámynd: FreedomFries

Mín reynsla er reyndar sú að bandarískar löggur, tollverðir og aðrir vopnaðir kanar séu meinlausari en þeir líta út fyrir að vera, svona úr fjarlægð. Sérstaklega ef maður lætur þá afskiptalausa. Maður verður bara að muna að þeir taka vinnuna sína mjög alvarlega, og líta á sig sem útverði heimsveldisins í stríði þess gegn hryðjuverkum, aröbum og alþjóðlegum glæamönnum!

FreedomFries, 27.10.2006 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband