mið. 25.10.2006
Limbaugh segir að Michael J Fox sé að ímynda sér Parkinsonsveikina, Cubin, frambjóðandi repúblíkana í Wyoming hótar að lemja mann í hjólastól...
Michael J Fox hefur gert nokkrar auglýsingar þar sem hann lýsir yfir stuðningi við frambjóðendur sem styðja stofnfrumurannsóknir. Republíkanar hafa hins vegar bitið það í sig að rannsóknir á stofnfrumum væri einhverskonar reginsynd og að það þurfi að berjast með kjafti og klóm gegn framförum í læknavísindum. Svo er ekki heldur nein ástæða til þess að gera rannsóknir á stofnfrumum, því þessir aumingjar sem þykjast þjást af allskonar ólæknanlegum sjúkdómum, eins og Parkinsonsveiki, eru allir að feika það! Og það í pólítískum tilgangi: Þetta er eitt allsherjar samsæri...
Eða það er allavegana kenning Rush Limbaugh. Á mánudaginn ásakaði Limbaugh Michael J. Fox nefnilega um að gera sér upp sjúkdómseikenni í aulgýsingunni:
LIMBAUGH: Now, this is Michael J. Fox. He's got Parkinson's disease. And in this commercial, he is exaggerating the effects of the disease. He is moving all around and shaking. And it's purely an act. This is the only time I have ever seen Michael J. Fox portray any of the symptoms of the disease he has. ... this is really shameless of Michael J. Fox. Either he didn't take his medication or he's acting, one of the two. (Sjá Media Matters)
Það er hægt að hlusta á upptöku af Limbaugh og horfa á auglýsingu Michael J Fox á Crooks and Liars. Limbaugh er reyndar herramaður, og veit að það er ljótt að ráðast á veikt fólk, svo hann bætti við að hann myndi biðjast afsökunar ef hann væri að bera Fox röngum sökum. Og þá ruku auðvitað upp allskonar fólk sem er í forsvari fyrir samtök fólks með ímyndunarveiki á borð við þá sem Michael J. Fox á að þjást af. Og eitthvað fólk sem þykist vera læknar og vísindamenn:
"Anyone who knows the disease well would regard his movement as classic severe Parkinson's disease," said Elaine Richman, a neuroscientist in Baltimore who co-wrote "Parkinson's Disease and the Family." "Any other interpretation is misinformed."
Limbaugh ákvað að kannski hefði hann gengið aðeins of langt. Hann þarf líka að passa sig á að móðga læknastéttina ekki of mikið, því hann þarf að hafa einhvern til að skrifa upp á Viagra, OxyContin og önnur verkjalyf - en siðgæðispostulinn Limbaugh er nefnilega pilludópisti...
"Now people are telling me they have seen Michael J. Fox in interviews and he does appear the same way in the interviews as he does in this commercial ... All right then, I stand corrected. . . . So I will bigly, hugely admit that I was wrong, and I will apologize to Michael J. Fox, if I am wrong in characterizing his behavior on this commercial as an act."
En Limbaugh er ekki maður sem gefst upp, og hann var fljótur að fara aftur í sókn:
"Michael J. Fox is allowing his illness to be exploited and in the process is shilling for a Democratic politician."
Það verður reyndar að segjast að Limbaugh hótaði þó ekki að beita Fox líkamlegu ofbeldi. Repúblíkönum mislíkar nefnilega allt fólk með alvarlega og ólæknandi sjúkdóma. Sérstaklega ef það er svo ósvífið að vera í hjólastól og hafa aðrar pólítískar skoðanir en foringjinn. Barböru Cubin, frambjóðandi Repúblíkana í Wyoming var svo ofboðið aumingjaskapurinn og hortugheitin í frambjóðanda Frjálshyggjumanna Thomas Rankin, en Rankin þjáist af multiple sclerosis og er bundinn við hjólastól, að hún gekk upp að honum og skoraði hann á hólm - ef hann væri nógu mikill maður til að standa á fætur:
"My aide and I were packing up to leave the debate, and Barbara walked over to me and said, 'If you weren't sitting in that chair, I'd slap you across the face.' That's quote-unquote," Rankin said.
Cubin neitar að hafa gert neitt rangt. Samkvæmt blaðafulltrúa hennar var Cubin í fullum rétti þegar hún hótaði Rankin barsmíðum:
Mr. Rankin misrepresented Mrs. Cubin's positions and insulted her integrity during the debate. When she approached him after the debate, he said something not very complimentary. She responded. It was a private conversation. She's over it.
Akkúrat svona á maður að vinna kjósendur á sitt band. Hóta öryrkjum og sjúklíngum líkamsárásum!
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 17:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.