Bush yngri skammar Bush eldri

Bushfeðgar ræða málin.jpg

Í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina á Sunnudaginn skammaði Bush pabba sinn fyrir að hafa lýst yfir áhyggjum af því að Demokratarnir kynnu að vinna í kosningunum í nóvember. Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum hafa, alveg síðan bók Bob Woodward, State of Denial, kom út haft mikinn áhuga á sambandi Bushfeðganna. Woodward byggði nefnilega lykilhluta bókarinnar á samræðum við nánustu samstarfsmenn Bush eldri. Fréttir af erfiðu sambandi þeirra gera fjölmiðlum líka kleift að auka á "persónulega" vínkilinn í "human interest" harmleiknum sem kosningabarátta repúblíkana hefur breyst í. Kjósendur hafa alltaf hrifist af "manninum" Bush, hvernig sem á því stendur.

Aðdragandi þessarar síðustu uppákomu í fjölskylduharmleik Bushfjölskydlunnar var ræða Bush eldri á fjáröflunarsamkomu Repúblíkana í Philadelphiu. Þó það hafi ekki fylgt fréttinni hefur hann sennilega verið að væla út peninga fyrir Rick Santorum, því hver annar í Pennsylvaníu getur kallað á Bush-klanið til að mæta í fjáröflunarboð? Það bárust reyndar engar sögur af því að Bush eldri hefði verið eltur inní kústaskáp eins og Jeb Bush, enda færri stálverkamenn í Phíladelphíu en Pittsburg. En semsagt, Bush eldri sagðist hafa þungar áhyggjur af yfirvofandi valdatöku Demokrata.

"if we have some of these wild Democrats in charge of these (congressional) committees, it will be a ghastly thing for our country."

He was also quoted as saying, "I would hate to think ... what my son's life would be like" if their Republican Party lost its majorities.

Gamli maðurinn hefur augljóslega ekki bara áhyggjur af framtíð þjóðarinnar, heldur líka miklar áhyggjur af sálarheill og líðan sonar síns... En eins og synir almennt, er Bush yngri fullur af þvermóðsku og kann engann veginn að meta umhyggju pabba síns: 

"He shouldn't be speculating like this, because -- he should have called me ahead of time and I'd tell him they're not going to (win)," a smiling Bush told ABC "This Week"

Því Bush veit auðvitað betur en skoðanakannanir. Hann veit að repúblíkanar munu vinna. Þegar ABC spurði hann út í þetta, hvort hann hefði einhverjar áhyggjur var svarið einfalt: "Not really ... I'm a person that believes we'll continue to control the House and the Senate." Bush hefur alltaf gert mikið úr trúarsannfæringu sinni, hann hefði einhverskonar "faith based" afstöðu til veraldarinnar. Meira að segja pabbi hans er farinn að hafa áhyggjur af því að forsetinn hafi endanlega misst veruleikatenginguna.

Þessi staðfasta sannfæring Bush og nánustu samstarfsmanna hans, um að þeir muni ekki missa meirihlutann í þinginu í nóvember veldur reyndar bæði repúblíkönum og sumum vinstrimönnum áhyggjum. Repúblíkönum vegna þess að þeir hafa áhyggjur af því að Bush hafi engin plön um hvernig hann ætli að stjórna landinu ef demokratar vinni - og sumir vinstrimenn vegna þess að þá grunar að sannfæring Bush um sigur skýrist af því að repúblíkanar séu með eitthvað diabolical scheme til þess að snúa kosningunum sér í hag, t.d. að kosningavélarnar séu allar forritaðar til þess að tryggja repúblíkönum nauman sigur, sama hvernig atkvæðin falli...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband