Bill O'Reilly ætlar að fara "inní blogospherið" "með handsprengju" til að stoppa alla vondu bloggarana

svona stór.jpg

Bill O'Reilly sagði í The O'Reilly Factor í gær að hann vissi fyrir víst að forsetinn vissi ekki "hvað væri að gerast á internetinu", og að þar réðu ríkjum dularfullir bloggarar, á háum launum, sem hefðu það markmið eitt að standa í skítkasti og árásum á góða og heiðarlega menn, eins og Bush og O'Reilly. En O'Reilly er með lausnina á hreinu: Hann dreymir um að "fara inní blogospherið" og ráða alla þessa vondu bloggara af dögum, með handsprengju...

I know for a fact that President Bush doesn’t know what’s going on in the Internet. I know that for a fact because I did ask around. ... He is lucky, because these are hired guns. These are people hired — being paid very well to smear and try to destroy people.

I think - I have to say President Bush has a much healthier attitude toward this than I do. Because if I can get away with it, boy, I’d go in with a hand grenade

Kannski hann sjái fyrir sér að hann geti einhvernveginn skriðið inní "the worldwide intertubes", því eins og senator Ted "Bridge to nowhere" Stevens (R-AL) benti á í þingumræðum í sumar, þá er "the internet a series of tubes", og um þessi rör öll flæða einhver "internet", og þau geta flækst, enda "net", og rörin stíflast:

I just the other day got, an internet was sent by my staff at 10 o'clock in the morning on Friday and I just got it yesterday. Why?

Because it got tangled up with all these things going on the internet commercially...

They want to deliver vast amounts of information over the internet. And again, the internet is not something you just dump something on. It's not a truck.

It's a series of tubes.

And if you don't understand those tubes can be filled and if they are filled, when you put your message in, it gets in line and its going to be delayed by anyone that puts into that tube enormous amounts of material, enormous amounts of material.

Veraldarvefirnir eru merkilegir, og dularfullir. Ekki furða að hugsuðir eins og Bill O'Reilly og Ted Stevens eigi í mestu erfiðleikum með að skilja hvað þar fer fram.

M

(Á myndinni er O'Reilly sennilega að sýna hversu lítill maður þarf að verða til að geta skriðið inní veraldarrörin?)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband