Eitt öruggasta merki þess að stjórnmálaflokkur sé kominn í alvarleg vandræði er að frambjóðendur eða kjörnir fulltrúar séu að flýja yfir í aðra stjórnmálaflokka. Allt síðan 1994 hefur straumurinn í Bandaríkjunum verið frá Demokrataflokknum yfir til Republíkana. Í kosningunum 1994 unnu Republíkanar stórsigur á Demokrötum - í kjölfar kosninganna sögðu fimm þingmenn demokrata skilið við flokksbræður sína og gengu í Republíkanaflokkinn, og sömuleiðis tveir senatorar. Á næstu árum urðu fleiri demokratar liðhlaupar. Svo eru auðvitað flokksmenn eins og Joe Lieberman sem hafa ekki manndóm til að stíga skrefið til fulls, og gerast "independent" frambjóðandi.
Til samanburðar hefur enginn Republíkani, sem einhverju máli skiptir, gengið til liðs við Demokrata.
Í nýlegri grein í National Journal heldur Charles Mahtesian því fram að sigur Demokrata nú í haust gæti snúið þessari þróun við. (Aðgangur að National Journal krefst áskriftar - Hotline on Call er með úrdrátt úr greininni hér.)
However, if the Democrats retake the House this November 7, the self-serving calculus used by a generation of Southern politicians in defecting from the Democratic Party may well begin to make sense for nail-biting, blue-state Republicans across the Northeast and in parts of the Midwest as they begin to ponder a future without chairmanships, a future weighed down by the drag of a socially conservative, Southern- and Western-based national party.
Mahtesian heldur því semsagt fram að sigur Demokrata geti orðið til þess að hógværir Repúblíkanar í Norðaustur- og Miðvesturríkjunum gangi til liðs við Demokrata. Fyrir þessar kosningar hafa Demokratar einbeitt sér að því að vinna sæti af Repúblíkönum í þessum fylkjum. Þessi strategía er skynsamleg: Kerry vann meirihluta atkvæða í þessum fylkjum, sem eru flest "blá", og óánægja með frammistöðu, eða getuleysi, núverandi stjórnar Republíkana er hæst í Norðaustur og Miðvesturríkjunum.
Þróunin virðist hins vegar ætla að verða önnur en Mahtesian og strategistar Demokrata bjuggust við: Republíknar eru þegar farnir að flýja flokkinn - áður en kosningarnar eru yfirstaðnar! Og það eru ekki miðjumenn í Vermont, Connecticut eða upstate New York sem eru að svíkja lit: Samkvæmt frétt Washington Post hafa fjölmargir frambjóðendur Republíkana í Kansas, af öllum stöðum, skipt um flokk seinustu vikur og mánuði. Og þetta eru ekki bara einhver opportunistic hornsíli, því í röðum liðhlaupanna er fyrrverandi formaður flokksins! Kansas hefur verið öruggt vígi Repúblíkanaflokksins enda vann Bush yfirburðasigur á Kerry 2004 í Kansas.
Það eru tvær hugsanlegar skýringar á þessari þróun: Talsmenn Repúblíkana í Kansas segja að liðhlauparnir séu allir tækifærissinnar sem hafi áttað sig á því að Demokrataflokkinn í fylkinu skorti leiðtoga, og séð fyrir sér að þeir yrðu verðlaunaðir af Demokrötum fyrir svikin. Flokkssvikararnir halda því hins vegar fram að þeir hafi flúið Repúblíkanfalokkinn vegna þess að þeim hafi ekki lengur verið líft innan um ofstækismenn sem vilja láta kenna sköpunarsögu biblíunnar í skólum, gleðjast yfir árásum á fóstureyðingarlækna og hafa meiri áhuga á að lækka skatta en að sjá til þess að nauðsynlegasti infrastrúktúr samfélagsins sé í sæmilegu ástandi.
Sennilega eru báðar skýringarnar réttar: "tækifærissinnarnir", sem flestir eru einhverskonar hægrisinnaðir miðjumenn, voru tilbúnir til þess að láta sig hafa að vera í liði með "the social conservatives", þ.e. ofstækissinuðum og óupplýstum afturhaldsmönnum, svo lengi sem hinir síðarnefndu voru við völd. Nú, þegar bæði "the neocons" og "the social conservatives" virðast vera að missa fótanna verður vistin í "stóra tjaldinu" mun minna aðlaðandi. Og það eru góðar fréttir.
Whatever happens, Kansas State University political scientist Joseph A. Aistrup said, the duel between Republican moderates and conservatives will no doubt continue. He said the party switchers represent a "temporary setback" for the state GOP.
"The cultural conservatives have lost before, and they just keep on coming back," Aistrup said. "They don't pick up their marbles and go home."
Auðvitað munu "the social conservatives" ekki hverfa af sjónarsviðinu þó demokratar vinni í kosningunum í nóvember. En ef Demokratarnir ná að sigra Repúblíkanana sæmilega "sannfærandi", og ef þeim tekst að fella nokkra af háværustu talsmönnum "moral values" af þingi, t.d. Rick Santorum, getur það orðið til þess að það verði einhverskonar uppgjör innan Republíkanaflokksins á milli sæmilega skynsamra íhaldsmanna og frjálshyggjuarmsins annarsvegar og svo trúarofstækismannanna og afturhaldsaflanna hins vegar.
Og það eru fleiri merki um "stóra tjaldið" sé í vandræðum, og að hinir mörgu hópar hægrimanna sem Reagan sameinaði á níunda áratugnum séu að fjarlægjast hvorn annan: LA Times var í morgun með frétt þess efnis að Evangelicals séu farnir að starfa með Demokrötum í umhverfismálum, en það hefur verið eitt af helstu áhugamálum margra repúblíkana að halda því fram að gróðurhúsaáhrifin séu einhverskonar ímyndunarveiki í vinstrimönnum.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.