Hvíta Húsið vill Newt Gingrich sem forseta 2008

Newt Gingrich.jpg

Samkvæmt orðróm sem er byrjaður að ganga á veraldarvefjunum vill Hvíta húsið og Bush að New Gingrich verði næsti forseti Bandaríkjanna. USNews segir að Bush telji að Gingrich myndi verða "a great president":

Gingrich thinks big, they say, and represents the old Reagan-style of smaller-government conservatism. As for his past marital infidelity, they think it's a nothing-burger, especially if he faces Sen. Hillary Rodham Clinton, whose hubby had his own problems she'd rather forget.

Ef það er einhver innan repúblíkanaflokksins virkilega að láta sig dreyma um að Gingrich verði forseti er verr komið fyrir flokknum en ég hélt. Flokkurinn getur ekki endurvakið "The pitchfork/Gingrich revolution of 1994" með því að draga Gingrich út úr pólítíska kirkjugarðinum. Auðvitað á Gingrich heilmikið fylgi innan flokksins, en það er líklega jafn líklegt að hann geti unnið meirihluta þjóðarinnar á sitt band, og að Pat Buchanan geti unnið tilnefningu Demokrataflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband