mið. 11.10.2006
Santorum finnst forsetinn ekki hafa móðgað bandamenn nógu mikið, Bandaríkin ekki hötuð nóg
Rick "santorum" Santorum hefur verið gagnrýndur fyrir að að vera of sammála forsetanum: hann hefur verið meðal háværustu stuðningsmanna Bush, jafnvel eftir að ljóst var að bandaríska þjóðin væri búin að fá sig fullsadda af þeim síðarnefnda. Með 33% fylgi er forsetinn næstumþví jafn óvinsæll og Santorum, sem hefur rétt hangið í 40% fylgi undanfarnar vikur.
En til þess að sýna að hann sé nú sinn eigin maður, og þori að gagnrýna foringjann, hefur Santorum lýst því yfir að sér finnist forsetinn ekki hafa staðið sig sem skyldi í stríðinu gegn hryðjuverkamönnum, eða stríðinu gegn almennningi í Írak:
"He (Bush) is managing the public relations on this war very poorly," Santorum, the third-ranking Republican in the Senate, said during a meeting with editors and reporters of the Pittsburgh Tribune-Review"
Forsetinn hefur nefnilega ekki sagt almenningi sannleikann um stríðið: Santorum er nefnilega þeirrar skoðunar að ef forsetinn hefði sagt almenningi sannleikann um stríðið, helst strax í upphafi, myndi stuðningur við það vera mun meiri:
Bush is more concerned about "making the State Department comfortable" than providing the American people with "a clear message and a clear understanding of what we are up against," said Santorum, in his sharpest criticism of the president to date.
"I think we're facing the greatest threat this country has ever faced," he said.
Og hver er þessi ógn? Nú auðvitað Ilamofascism! (og Íran). Santorum er þeirrar skoðunar að forestinn hafi ekki þorað að segja þetta af ótta við að móðga bandamenn Bandaríkjanna í mið-austurlöndum, en Santorum er ekki nein svoeiðis gúnga:
"I don't care if we offend our allies in the Middle East."
Ég er reyndar sammála Santorum, svona upp að vissu marki. Það hefði verið mun heiðarlegra og sennilega pólítískt skynsamlegra að segja sannleikann strax í upphafi - ef það er að innrásin í írak sé liður í einhverskonar alheimsstríði gegn "íslamófasisma" - hefðum við aldrei þurft að eyða tíma í að velta okkur upp úr þessu gereyðingarvopnatali, eða hafa áhyggjur af því hvort lýðræði væri að komast í Írak. Pólítískt séð hefur innrásin í Írak verið algjört fíaskó: það er ekki hægt að selja almenningi stríð á þeim forsendum að það sé verið að hafa upp á geryðingarvopnum, skipta svo um skoðun og segjast allan tímann hafa ætlað að búa til lýðræði, og skipta svo aftur um skoðun og segjast vera að heyja einhverskonar furðulegt proxístríð gegn Íran. Kjósendum mislíkar það að láta ljúga að sér.
Það hefði verið mun hreinlegra að koma strax útúr skápnum með raunverulega ástæðuna fyrir innrásinni, og leyfa almenningi að gera upp hug sinn. Hver veit, kannski hefði bandarískur almenningur alveg verið til í að fara í einhverskonar alheimskrossferð með Rick Santorum gegn aröbaheiminum? Kannski hefði verið hægt að ræða það mál, svona eins og skynsamt fólk, kosti þess og galla?
En það er sennilega ekki vandamálið - kannski hefur Santorum haldið að hann væri að styðja krossferðaforseta, og finnst hann núna vera hálf svikinn. En ég efast stórlega um að Rumsfeld og Cheney hafi ætlað sér að fara í stríð við íslamófasista. Satt best að segja hef ég ekki hugmynd um hvað þeir ætluðu sér, og ég efast reyndar um að þeir hafi haft mjög skýrar hugmyndir um það sjálfir.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bush | Breytt s.d. kl. 14:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.