Stríðsrekstur og utanríkisstefna ný-íhaldsmannanna sem stjórna Bandaríkjunum verður furðulegri með hverjum deginum. Seinasta tvistið er að Bill Frist lýsti því glaðhlakkalega yfir að það þyrfti sennilega að bjóða talibönunum að taka þátt í stjórn Afghanistan. Þetta er bráðgóð hugmynd, sennilega jafn góð og hugmynd BIll O'Reilly að koma Saddam Hussein aftur til valda.
Þá væri hringurinn fullkominn - við förum í stríð til þess að dreifa lýðræði og frelsi, því við hötum harðstjóra og ólýðræðisleg stjórnvöld meira en pláguna. Svoleiðis háleit markmið krefjast þess auðvitað að við sendum þúsundir manna út í opinn dauðann (og kannski drepst eitthvað af infæddum... en "democracy is messy", eins og Rumsfeld komst svo skáldlega að orði). Og sólundum milljörðum og aftur milljörðum af almannafé í þessar vonlausu herferð, jú og köllum alla sem voga sér að efast um að þetta sé klók utanríkispólítk "svikara" og ásökum þá um að hatast við "the troops". En svo kemur í ljós að þessir vondu svikarar sem efuðust um heilindi Rumsfeld og Bush höfðu á réttu að standa, og allt fer til helvítis - og hvað gerum við þá? Gefum Frist orðið:
"You need to bring them [the Taliban] into a more transparent type of government," Frist said during a brief visit to a U.S. and Romanian military base in the southern Taliban stronghold of Qalat. "And if that's accomplished, we'll be successful."
"Approaching counterinsurgency by winning hearts and minds will ultimately be the answer," Frist said. "Military versus insurgency one-to-one doesn't sound like it can be won. It sounds to me ... that the Taliban is everywhere."
Ha? Ég sem hélt að tal væri bara fyrir einhverskonar manndómsleysur og aumingja, Bandaríkin yrðu að sýna að þau væru sterk og óhrædd og létu engan bjóða sér byrginn? Ef þetta er ekki til marks um algjört gjaldþrot utanríkisstefnu republikanaflokksins veit ég ekki hvað.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: lönd sem heita "stan", Bush | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.