sun. 1.10.2006
Skipulagslaust undanhald Republikanaflokksins
Bandarísk stjórnmálablogg og dagblöðhafa verið undirlögð af vangaveltum um afsögn Mark Foley, eftir að upp komst um tölvupóstsendingar hans og athæfi á internetinu. Fyrstu fréttirnar af þessum bréfaskiptum Foley virtust nú kannski ekki mjög hræðilegar - og það var hægt að afsaka það að stuðningsmenn Foley reyndu að lýsa þeim sem "óþarflega vingjarnlegum", en ekki "óeðlilegum". Vissulega óviðeigandi, en ef viljinn væri fyrir hendi, gæti maður kannski ímyndað sér að Foley hefði ekki haft neinar óeðlilegar fyrirætlanir - hann sagði sjálfur að hann hafi séð sjálfan sig sem "læriföður" drengsins. En svo kom upp úr dúrnum að ABC news voru með afrit af ótal öðrum tölvupóstum og IM (instant messaging) samræðum. Það er hægt að lesa þær hér, og þær vissulega "óþarflega vingjarnlegar"... Foley segist aldrei vera of upptekinn til að "rassskella apann", eins og það útleggst á ensku: "i am never to busy haha!" og annað álíka smekklegt.
Og sagan segir að þetta sé ekki allt - það séu meira sem eigi eftir að koma í leitirnar.
En það er ekki dónaskapurinn í Foley, og næstum óskiljanlegt dómgreindarleysi sem fjölmiðlar og bloggarar hafa verið að velta sér uppúr, heldur hitt - að forysta flokksins vissi allt um athæfi Foley - (sjá líka Carpetbagger Report) og var meira að segja fyrir löng búin að sjá afrit af tölvupóstsendingum hans. Samt datt engum í hug að það væri kannski óviðeigandi að Foley væri formaður nefndar um "missing and exploited children" - þeim fannst semsagt eðlilegt að láta mann, sem þeir vissu að var að reyna að tæla ólögráða unglinga til fylgilags við sig, vera í nefnd þingsins sem átti að vernda börn fyrir akkúrat svoleiðis mönnum.
Viðbrögð flokksins hafa verið viðeigandi: afneitanir og ásakanir. Kosningarnar í haust litu nógu ílla út fyrir - og staða demokrata hefur verið að styrkjast undanfarnar vikur frekar en hitt. Og svo núna þetta! Það besta sem Republikanarnir geta núna gert er að hörfa í vörn, þ.e. koma í veg fyrir að kosningarnar verði burst, að þeir tapi jafn stórt og Demokratarnir 1994. Staðan er svo slæm að Tom Reynolds, sem er formaður NRCC, National Republican Congressional Committee, virðist ætla að fórna Dennis Hastert í þessu Foley máli - láta Hastert taka á sig alla sök fyrir að Foley var ekki afhjúpaður. Af hverju Hastert, sem er House Speaker, á að taka á sig sök er forvitnilegt - vissulega ber hann ábyrgð, því hann vissi allt um Foley, og hefði átt að aðhafast eitthvað - og hann hefur enn frekar en Foley þóst vinur og verndari barna og ungmenna. Myndin að ofan (fengin af Daily Kos) er af heimasíðu Hasterts, og þar voru líka þessar vangaveltur:
"Recent news stories remind us that there are predators using the Internet to target children," Hastert said. "And just as we warn our children about `stranger danger' when they are at the park or answering the door or telephone, we need to be aware of potential dangers in Cyberspace."
Hvernig getur Hastert varið að halda fundi um hvernig eigi að vernda ungmenni á internetinu, meðan hann heldur sjálfur hlífiskyldi yfir vinum sínum sem eru "internet predators"?
En það er samt eitthvað bogið við að Republikanar ætli sér að fórna hrók til þess að koma sér úr þessari klípu - ekki nema þeir viti að Hastert sé búinn að vera hvort sem er, eða að þeir telji stöðu sína það vonda að þeir þurfi að grípa til "desperate measures" til að bjarga því sem bjargað verður? Það, eða þeir eru á skipulagslausu undanhaldi og hafa ekki hugmynd um hvað þeir eigi til bragðs að taka?
Blaðurmaskína flokksins er reyndar komn á fullt swing, og dustað rykið (reyndar hafa þeir aldrei leyft rykinu að setjast!) af Clinton-Lewinsky "skandalnum".
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Siðgæði | Breytt 4.10.2006 kl. 21:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.