Af steppum kasakstan

Kasakstan svefnpokar.jpg

Ég hef undanfarna daga verið að fylgjast með áróðursherferð Kasakstans hér í bandaríkjunum, og fundist frekar lítið til hennar allrar koma. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að Kasakstan sé ein allsherjar póst-sovésk auðn, þar sem ekkert annað sé að finna en yfirgefnar herstöðvar, dump fyrir kjarnorkuúrgáng, skrælnaða bómullarakra og leyfar "virgin lands" Krustsjeff. Um daginn sat ég og drakk bjór með Denis vini mínum, sem er Rússi, en fæddur og uppalinn í Kasakstan, og hann var nokkurnveginn sammála mér. Jæja, næstum. Endalaus auðnin er víst voðalega falleg.

En það er fleira í Kasakstan en leifar hrunins stórveldis og efni í grín fyrir Borat. Þaðan skýtur rússneska geimferastofnunin upp geimflaugum sínum. Og fyrir þeirri stofnun hef ég alltaf borið mjög djúpstæða virðingu. Það er eitthvað mjög svo rómantískt við að vera "kosmonaut" en ekki "astronaut". 

Um daginn fjallaði BoingBoing um lendingu áhafnar 13 til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, en með þeim var geimferðalangurinn Anousheh Ansari, en hún hafði verið gestur í ISSS í næstum tvær vikur. Á myndinni eru Ansari, og geimfararnir Pavel Vinogradov og Jeff Williams, öll vafin inní svefnpoka, og rússarnir í dúnúlpum í bakgrunni. Meðan Ansari var um borð hélt hún geimferðablogg um vangaveltur sínar og upplifanir þar sem hún sveif yfir jörðinni. Og þar fær maður að vita að geimurinn lyktar eins og möndlur! Þetta vissi ég allan tímann: Himnarnir lykta eins og möndlur og marsípan:

The time went by really slowly, but finally the moment arrived and they were ready to open the hatch. Mike and Misha called me closer and told me to take a good whiff because this would be the first time I would smell “SPACE.”

They said it is a very unique smell. As they pulled the hatch open on the Soyuz side, I smelled “SPACE.” It was strange… kind of like burned almond cookie. I said to them, “It smells like cooking” and they both looked at me like I was crazy and exclaimed:”Cooking!”

I said, “Yes… sort of like something is burning… I don’t know it is hard to explain…”

Það hlýtur að vera eitthvað mjög stórkostlegt að svífa yfir jörðinni. Þó það sé inní litlu málmhylki sem lyktar af möndlum. Reyndar lyktar blásýra líka eins og möndlur.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband