Rick "santorum" Santorum er einn af ástkærustu leiðtogum trúheitra afturhaldsafla í republikanaflokknum (hann er talinn þriðji hæstsetti republikaninn í öludungadeildinni). Enda ekki af ástæðulausu - Santorum er haldinn "fóstur-fetisma" á alvarlegu stígi, en "fóstur-fetismi" er ógeðfelld geðröskun sem virðist hrjá suma bandaríska pólítíkusa, móðursjúk gamalmenni og allskonar fólk annað sem hefur sjúklegan áhuga á fóstrum. Í flestum tilfellum brýst þetta fram í pólítískri baráttu fyrir löggjöf sem sviftir konur fullræði yfir líkama sínum, enda séu þær, þegar allt kemur til alls, ekkert annað en einhverskonar hýslar fyrir fóstur. Í öðrum tilfellum safnast þetta fólk saman fyrir utan læknastofur og gargar á konur sem það hefur grunað um að ætla í fóstureyðingu.
En Santorum hefur ekki bara áhuga á kynferði og kynlífi annarra - hann hefur líka áhuga á að ná endurkjöri sem öldungardeildarþingmaður Pennsylvaniu. En til þess þarf hann fyrst að sigra frambjóðanda demokrata, Bob Casey, sem hefur verið með öruggt forskot á Santorum í öllum könnunum seinasta árið. Casey hefur samkvæmt nýjustu könnunum 45% fylgi, á móti 38% fylgi Santorum, meðan afgangur kjósenda er enn óákveðinn. Santorum hefur reynt að saxa á forskot Casey með "neikvæðum" auglýsingum, sem sumar hafa verið gagnrýndar fyrir að vera fullar af lygum og uppspuna.
Uppspuni og veruleikaskáldskapur virðast reyndar vera einkunnarorð Santorum, sem reyndi alveg nýtt pólítískt trikk í gær: efna til sjónvarpskappræða við "frambjóðanda" græningja, Carl Romanelli, sem Santorum sjálfur kostaði til framboðs, en mun svo eftir alltsaman ekki verða í framboði!
Forsagan er sú að Santorum ákvað að reyna að vinna kosningarnar í Pennsylvaníu með því að lokka trúgjarna kjósendur demokrata til að kjósa frambjóðanda græningja. Santorum borgaði fyrir framboðið, þar á meðal söfnun 67.000 undirskrifta væntanlegra kjósenda, sem þarf til þess að frambjóðandi geti komist á blað. Santorum og græningjarnir réðu til þess fyrirtæki sem er alræmt fyrir falsanir og slæleg vinnubrögð, og fyrir vikið mistókst Romanelli að safna undirskriftum nógu margra kjósenda, og því var framboð hans dæmt ógilt... (sjá fyrri færslu mína um þetta hér)
En í millitíðinni voru Santorum og Romanelli búnir að ákveða að mætast í sjónvarpskappræðum, og þó þeir félagar hafi verið búnir að frétta að Romanelli væri ekki lengur í framboði, ákváðu þeir samt sem áður að fara í útsendingu. Ég bíð spenntur eftir fréttum af því hvernig þessum kappræðum lyktaði, og hvernig kjósendum í Pennsylvaníu líkaði frammistaða Santorum.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 03:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.