Mel Gibson gagnrýnir stríðið í Írak: Tilgangslaust og vitlaust

Gibson hugleiðir dauðann.jpg

Þrátt fyrir vafasamar skoðanir Mel Gibson á heimsmálum, kynþáttum og trúarbröðgum, hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Alveg síðan ég sá Mad Max. Gibson hefur einhvern mjög óvenjulegan skilning á eðli siðmenningar, réttlæti og því hvað það er að vera góður maður. Karakterarnir sem hann hefur leikið eiga það allir sameiginlegt að vera í einhverskonar prívat krossferð fyrir því sem þeir telja réttlæti - þeir eru allir einhverskonar hræðileg ofurmenni, blindaðir af réttlætiskennd og bræði. Og í leit sinni að réttlæti og hefnd drepa þessir karakterar allt sem á vegi þeirra verður. Boðskapurinn held ég að sé sá að réttlætið sigri að lokum, en réttlætið útheimti blóð og er útdeilt af blindri bræði.

Nátengt þema í mörgum kvikmyndum Gibson er hingnun siðmenningar - hrun menningar andspænis einhverju sem þykist vera menning. Nýjasta mynd hans, Apocalyptico, sem ég held ég ætli að borga mig inná, ólíkt the Passion, fjallar einmitt um þetta þema. Og núna um daginn var Gibson að tala um myndina á kvikmyndahátíð í Texas.

In describing its portrait of a civilization in decline, Gibson said, "The precursors to a civilization that's going under are the same, time and time again," drawing parallels between the Mayan civilization on the brink of collapse and America's present situation. "What's human sacrifice," he asked, "if not sending guys off to Iraq for no reason?"

Því þótt Gibson sé sadisti, og hafi augljóslega djúpstæða velþóknun á ofbeldi og morðum, er einn grundvallarmunur á honum og þeim mönnum sem eru við völd í Bandaríkjunum: Í kvikmyndum Gibson hefur slátrunin alltaf einhvern æðri tilgang - menn þurfa að deyja til þess að ná fram réttlæti. Gibson er líka kristinn - og frelsarinn var kvalinn og pyntaður og svo drepinn á hroðalegan hátt (samaber the Passion!) til þess að ná fram einhverju æðra réttlæti. En hér eru Gibson og Rumsfeld, og restin af "The New American Century" liðinu ósammála. Rumsfeld og ný-íhaldsmennirnir í kringum hann trúa því nefnilega að siðmenning sé það sama og ríkisvald, og að ríkisvald sé veikt ef það sýni ekki öllum hversu ægilegt það sé, hversu ógurleg reiði þess sé þegar því sé misboðið. Eins og ofbeldisfullur faðir þarf ríkisvaldið að berja alla til hlýðni, annars sé úti um tilvist þess. Í þessari heimspeki er það fullkomlega lógískt að halda úti gagnslausri og counter-productive hersetu í óvinveittu landi, jafnvel þó hún kosti þúsundir mannslífa: tilgangurinn er nefnilega enginn annar en að sýna öllum að bandaríska ríkið, og hernaðarmaskína þess gefist ekki upp. Það er líka hin raunverulega ástæða fyrir því að stuðningsmenn stríðsins hafa hlaupið frá einni réttlætingunni til annarrar: Það var aldrei nein önnur ástæða fyrir þessu stríði en sú að það einfaldlega þurfti að heyja það.

Vandamálið, eins og Gibson sér það, er því ekki að menn séu drepnir og að utanríkisstefna Bandaríkjanna leiði til þess að fólk deyi. Vandamálið er að það er engin ásættanleg réttlæting fyrir þessum fórnum. En við hverju er að búast þegar allir helstu stuðningsmenn þessarar utanríkispólítíkur eru gamalmenni, eiginhagsmunapotarar og vindbelgir á borð við Lieberman, Allen, Frist og Santorum?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vill bara segja að ég sé búinn að lesa þetta. Athyglisvert.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.9.2006 kl. 18:08

2 Smámynd: FreedomFries

Þakka þér fyrir! Mel Gibson er nefnilega mjög flottur!

Magnús

FreedomFries, 25.9.2006 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband