Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum NBER er marktæk fylgni milli (umtalsverðrar) áfengisneyslu í tíunda bekk grunnskóla og árangurs á vinnumarkaði þegar kemur fram á fullorðinsár. Ungingar sem drukku umtalsvert voru, samkvæmt rannsókninni, með hærri tekjur tíu árum seinna en hinir sem drukku ekkert, eða lítið sem ekkert. Það furðulegasta er að þessar niðurstöður virðast einvörðungu eiga við um karlmenn. Stúlkur virðast semsagt ekkert græða á áfengisneyslu á unglingsárum?
Samkvæmt rannsókninni er ein hugsanleg skýring á niðurstöðunum sú að unglingar læri félagslega hæfni á fylleríum... Ég veit ekki hvort maður eigi að túlka niðurstöðurnar þannig að það eigi að hvetja drengi til áfengisneyslu, en þetta virðist ganga þvert á allt sem maður hefði haldið, nema kannski það að unglingspiltar þurfi meira á því að halda að læra félagslega hæfni en stúlkur.
Skýrsluna er hægt að finna hér...
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.