Hugo Chavez: "En Bush byrjaði! Og hann var að uppnefna mig! búúhúú!"

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_chavez_ahmadinejad.jpg

Eins og flestir vita uppnefndi Hugo Chavez, sem er að mati fréttaskýrenda íllilegasti populisti Suður-Ameríku, Bush Bandaríkjaforseta "Satan" á fundi bókaklúbbs nokkurs í New York nú um daginn. En síðan þá hefur komið í ljós að Bush sé líklega ekki satan [sjá færslu hér að neðan]- og bandarískir pólítíkusar af báðum flokkum keppst um að lýsa yfir vanþóknun sinni á munnsöfnuði Chavez. Og Chavez virðist hafa skammast sín, eða í það minnsta fundist hann þurfa að fara að afsaka sig. Í viðtali við Time fer Chavez allur í hnút, og reynir að afsaka ásakanirnar:

Bush has called me worse things — tyrant, populist dictator, drug trafficker, to name a few," Chavez said. "I'm not attacking Bush; I'm simply counterattacking. Bush has been attacking the world, and not just with words — with bombs. I think the bombs he's unleashed on Baghdad or Lebanon do a lot more harm than any words spoken in the United Nations.

Þetta finnst mér alls ekki sæmandi manni á borð við Chavez. Ekki færi Ahmadinejad að reyna að afsaka stórkarlalegar blammeringar, vænisýki og samsæriskenningar sínar um hinn stóra satan og zionistana? Og samt er Chavez minnstakosti tvisvar sinnum stærri en Ahmadinejad!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband