Bill O'Reilly ímyndar sér leynilega FBI útsendara og AlQaeda launmorðingja...

ohreallylg.jpg

Í vikunni mætti fjölmiðlamaðurinn Bill O'Reilly, sem heldur úti einhverskonar spjallþætti á Fox news, í viðtal hjá 20/20 þættinum á ABC sjónvarpsstöðinni. Það væri svosem ekki í frásögur færandi - nema kannski vegna fáránleikans sem felst í því að dagskrárgerð sjónvarpsspjallþátta felist fyrst og fremst í því að taka viðtöl við aðra spjallþáttarstjóra... O'Reilly er líka frekar fyrirsjáanlegur - ef það eru ekki íslamófasistarnir og múslimskir hryðjuverkamenn, þá er það hugleysi frakka, eða annarra evrópubúa, nú, eða ræfildómur, landráð og svik allra bandarískra vinstrimanna. Fyrir jólin er O'Reilly svo með nýtt þema: "stríð" guðleysingja og vinstirmanna gegn jólunum.

En O'Reilly var of mikið niðrifyrir til að geta þusað yfir vinstrimönnum, því hann hafði orðið fyrir mjög skuggalegri lífsreynslu: Hann var alveg handviss, og hljómaði líka mjög viss í eigin sök, um að það hefðu komið tveir svartklæddir menn frá alríkislögreglunni til að vara sig við því að Osama Bin Laden hefði persónulega, já í eigin vonda arabaham, bætt O'Reilly á einhverskonar "Death list". Þetta fannst O'Reilly meika fullkomin sens.

"With the controversy comes death threats on a daily basis" sagði O'REilly "Not only from kooks. But the FBI came in and warned me and a few other people at Fox News that al Qaeda had us on a death list. ... Thats a little disconcerting." (Sjá Media Matters

Þetta fannst O'Reilly auðvitað meika fullkominn sens. Af hverju ættu alþjóðleg hryðjuverkasamtök, sem hafa það að markmiði sínu að sökkva vestrænni siðmenningu í eldi og eyðileggingu, ekki að hafa útverði sömu siðmenningar á dauðalistum? Og ef AlQaeda væri með lista yfir fólk sem þyrfti að taka af lífi, hlyti jafn stórkostlega mikilvægur maður og O'Reilly myndi auðvitað komast á svoleiðis lista?

Og þegar Radar fór að grafast fyrir um málið kom í ljós að enginn, hvorki á Fox, né hjá FBI, kannaðist við að þessir dularfullu svartklæddu menn hafi farið um að vara mikilvæga spjallþáttarstjórnendur við Bin Laden.

"I've never heard that before" sagði blaðamaður Fox, og bætti við að hvorki hann, né neinn sem hann hefði talað við hjá Fox hefði fengið viðvaranir frá FBI. Nú auðvitað ekki! FBI fer ekki að vara einhverja ómerkilega og hversdagslega fréttasnápa við hryðjuverkamönnum. Bara mikilvæga menn, á borð við O'Reilly. En FBI hefur líka afneitað þessum hugarórum O'Reilly - háttsettur starfsmaður FBI sem hafði samband við Radar hafði þetta að segja:

I'm not aware of any FBI agents warning anyone at Fox News of their presence on any list. ... For that matter, I'm not aware of any Al Qaeda hit list targeting journalists. Agents from the D.C. field office, FBI headquarters, and an agent from the kidnapping unit went to Fox's offices in New York last mont to advise them specifically on the Gaza kidnapping [semsagt mannrán Fox starfsmannanna Steve Centanni og Olaf Wiig]. But they only talked to management, they didn't talk to any individual journalists

Þetta er nú auðvelt að útskýra: Útsendararnir sem töluðu við O'Reilly voru frá "top secret" deild hjá FBI, sem sér um að halda verndarhendi yfir alveg sérstaklega mikilvægum mönnum - og leyndin yfir þessu prógrammi þvílík að einhverjir "háttsettir" yfirmenn sem blaðra í blöðin myndu ekki vita neitt um það!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband