fim. 14.9.2006
Fyrsti múslimi bandaríkjaþings þingmaður frá Minnesota
Í prófkjöri demokrata í Minnesota í gær vann Keith Ellison tilnefningu flokksins sem þingmaður flokksins til þess að fylla sæti Martin Sabo í Minneapolis. Demokratar eru nokkurnveginn hundrað prósent öruggir um að halda sæti Sabo í kosningunum í haust, og því er nokkurnveginn öruggt að Ellison komist á þing.
Það sem gerir þetta merkilegt er að Ellison er múslimi. Hann mun því verða fyrstur muslima á Bandaríkjaþingi. Washington Post heldur því fram að atkvæði Sómalskra innflytjenda hafi skipt miklu um kjör Ellison, en það hefur þó líklega skipt jafn miklu máli að Ellison var líkt við Paul Wellstone, öldungardeildarþingmann Minnesota sem fórst í flugslysi fyrir nokkrum árum, og er af mörgum vinstrisinnuðum Demokrötum talinn ein af merkilegustu hetjum flokksins. Ellison er tvímælalaust af vinstrikanti Demokrataflokksins - ég hef ekki enn nennt að lesa Captains Quarters eða neitt annað af hægrisinnuðu bloggi Minnesota, en það er auðvelt að sjá fyrir sér hverskonar rasískar (Ellison er svartur) og íslamó-fóbískar furðuhugmyndur þar eru á sveimi!
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.