fös. 19.10.2007
Huckabee - eini íhaldsmaðurinn í framboði
Það sem meira er, Huckabee hefur ekki skipt um skoðanir á viðkvæmum málum, ólíkt Romney, Giuliani og Thompson, sem voru allir mjög frjálslyndir þar til þeir fóru að sækjast eftir tilnefningu Repúblíkanaflokksins. Þeir félagar hafa allir lýst sig fylgjandi kvenréttindum, rétti kvenna til fóstureyðinga og réttindum samkynhneigra, og Giuliani barðist gegn NRA meðan hann var borgarstjóri NY. Þá sækja hvorki Romney né Thompson kirkju og það er vafamál hvort Romney geti talist kristinn.
Stjórnmálaskýrendur og bloggarar eru búnir að vera að tala um Huckabee í langan tíma, og hann hefur verið tíður gestur í "late night" umræðuþáttum. Viðhorf flestra fréttaskýrenda virðist vera að það sé skrýtið að Huckabee nyti ekki meiri stuðnings, sérstaklega í ljósi þess að íhaldssamir og "kristnir" repúblíkanar virðast ósáttir við aðra frambjóðendur flokksins.
En nú lítur út fyrir að kjósendur Repúblíkana séu loksins að veita Huckabee athygli - því samkvæmt nýjustu könnun á viðhorfum kjósenda í Iowa, sem er mikilvægt prófkjörsfylki, er Huckabee ásamt Fred Thompson annar vinsælasti frambjóðandi Repúblíkana. Mitt Romney er með sjö prósentustiga forystu á þá félaga. Og stjórnmálaskýrendur telja að Huckabee geti verið á siglingu enn ofar:
Huckabee's been doing right what Thompson's been doing wrong. He's working really hard. He's extremely personable. He likes to talk to people. And on paper, in terms of that core constituency among Republicans in Iowa, he ought to be doing well. He's caught in that classic vicious circle: he doesn't get a lot of campaign funding and media attention because people don't think he's electible. But people don't think he's electible because he's not getting much funding and media attention
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.