mið. 17.10.2007
Hverjir styðja stríðið í Írak? Ílla upplýstir einfeldningar!
En mikill meirihluti bandarískra kjósenda er engu að síður búinn að fá sig fullsaddan af þessu stríði. Samkvæmt tölum Galup frá í vor frá í vor telja einvörðungu 42% að rétt hafi verið að gera innrás í Írak 2003, og 58% töldu að kalla ætti allt herlið heim tafarlaust eða fyrir næsta vor. Skoðanir almennings á Írak hafa lítið sem ekkert breyst síðan þá, t.d. hafði sólskinsskýrsla Patraeusar engin áhrif á almenningsálitið.
En það er enn heilmikið af fólki í Bandaríkjunum sem styður stríðið, og er þeirrar skoðunar að það hafi verið góð hugmynd. Það er því forvitnilegt að reyna að grafast fyrir um hvaða skoðanir þetta fólk hefur á Íraksstríðinu og utanríkismálum.
Það óhugnanlega er að stór hluti þessa fólks virðist hafa alvarlegar ranghugmyndir um heiminn sem það býr í. Janet Elder, sem er skoðanakannaritstjóri The New York Times:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.