Hverjir styðja stríðið í Írak? Ílla upplýstir einfeldningar!

get-a-brain-moransAuðvitað eru ekki allir stuðningsmenn stríðsins í Írak einhverskonar fífl. Það er t.d. hægt að styðja áframhaldandi veru Bandaríkjanna á þeim forsendum að stríðið "sé að vinnast" og að brotthvarf Bandaríkjahers muni bara gera ástandið verra. Það má vel vera. Ég held reyndar að stór hluti stuðningsmanna stríðsins sé fólk sem er ekki tilbúið til að viðurkenna að það hafi haft á röngu að standa 2003, og sé enn þann dag í dag að reyna að réttlæta fyrir sjálfu sér og öðrum að það hafi, einhverra hluta vegna, látið blekkjast til að styðja einhverja misheppnuðasta utanríkisfíaskói allra tíma.

En mikill meirihluti bandarískra kjósenda er engu að síður búinn að fá sig fullsaddan af þessu stríði. Samkvæmt tölum Galup frá í vor frá í vor telja einvörðungu 42% að rétt hafi verið að gera innrás í Írak 2003, og 58% töldu að kalla ætti allt herlið heim tafarlaust eða fyrir næsta vor. Skoðanir almennings á Írak hafa lítið sem ekkert breyst síðan þá, t.d. hafði sólskinsskýrsla Patraeusar engin áhrif á almenningsálitið.

En það er enn heilmikið af fólki í Bandaríkjunum sem styður stríðið, og er þeirrar skoðunar að það hafi verið góð hugmynd. Það er því forvitnilegt að reyna að grafast fyrir um hvaða skoðanir þetta fólk hefur á Íraksstríðinu og utanríkismálum.

Það óhugnanlega er að stór hluti þessa fólks virðist hafa alvarlegar ranghugmyndir um heiminn sem það býr í. Janet Elder, sem er skoðanakannaritstjóri The New York Times:

Afganginn má lesa HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband