George "Macaca" Allen virðist ekki græða á rasismanum?

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_allen_macaca.jpg

Þetta er ein skemmtilegasta fréttin í bandarískum stjórnmálum sem ég hef enn ekkert skrifað um - en það vita allir sem hafa þurft að hlusta á pólítískt þvaður mitt í eigin persónu, að ég hef ótæmandi áhuga á "the great Macaca-gate".

Forsaga málsins er sú, að George Allen, sem er einn af forsprökkum trúaðra (og rasískra, eins og kom í ljós í sumar) repúblíkana, ávarpaði indverskan bandaríkjamann sem "macaca", sem er víst einhverskonar racial slur. Pilturinn, sem var með vídeóupptökutæki í hendinni, og var að taka upp ræðu Allen, fyrir mótframbjóðanda hans, James Webb, var ekki skemmt. Það er ljótt að vera uppnefndur ljótum nöfnum, en "Macaca"! Orð Allen voru eitthvað á þessa leið:

"To Macaca here! Welcome to America! Welcome to the real world of Virginia"

Vandamálið var að mr. Macaca var borinn og barnsfæddur í Virginiíu, og þurfti ekki að láta sjálfumglaða pólítíkusa bjóða sig velkominn...

Þetta Macacamál hefði allt verið frekar ómerkilegt ef ekki hefði verið fyrir ílla innrætta vinstrisinnaða bloggara sem gerðu úr því ægilegt veður, og lögðust meira að segja svo lágt að uppnefna Allen! George "Macaca" Allen. Aumingja Allen. Fyrstu viðbrögð hans voru að afneita öllu: Hann hefði ekki meint neitt ljótt með þessu macaca kommenti - hann hefði bara verið að gera góðlátlegt grín að hárgreiðslu hins meinta innflytjanda: Macaca væri hans eigin orð, og þýddi 'caca'-'mohawk'... Allen þótti semsagt betra að reyna að ljúga því að hann hefði sagt að maður í áhorfendaskaranum væri með kúka-hanakamb? Vandamálið var að indverjinn var alls ekki með hanakamb. Og svo á endanum þurfti Allen að biðjast almennilegrar afsökunar, sem hann og gerði, en þá fóru að sveima á internetinu upptökur af honum á fundi með eldriborgurum einhverstaðar í úthverfi í Virginíu, þar sem hann blikkar öðru auganu og glottir áður en hann segir "ég biðst innilega afsökunar á þessu..."

Í vor gekk orðrómur um að hann væri að huga að framboði til forseta haustið 2008. En núna hefur mótframbjóðanda hans, demokratanum James Webb, tekist að saxa rækilega á forskot Allen - sem fyrr í sumar virtist algjörlega öruggur um að vinna kosningarnar í haust (til annars öludngardeildarsæta Virginiíu). Nú er svo komið að Allen er UNDIR!! Samkvæmt Wall Street Journal ætla 50.4% að kjósa Webb, og skitin 42.9% rasistann Allen.

Ég held að ég hafi aldrei áður séð viðlíka viðsnúning í bandarískum stjórnmálum útaf jafn smávægilegu máli. Bandarískir fjölmiðlar og almenningur þurfa yfirleitt eitthvað mjög stórfenglegt til að skipta um skoðun, sérstaklega þegar blowhard rasistar á borð við Allen eru annarsvegar!

M

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Þetta Macaca mál er magnað. Ef maður hlustar á fréttaskot af málin á youtube þá kemur það fram í fréttinni að Macaca er notað á niðrandi hátt í frönsku um araba! Þetta er aulalegt af Allen en það er fjári hart að segja hann rasista vegna þessa. Hann er auli að gera þetta en pólitíkusum af öllum gerðum hefur orðið verri fótaskortur á tungunni. Mér finnst þetta macaca mál lykta sterkt af PC BS. Það væri skítt ef þetta mál yrði til þess að hann tapaði kosningunni. Maður óskar þess einhvern veginn að merkilegri mál og ástæður ráði atkvæðum.

Friðjón R. Friðjónsson, 13.9.2006 kl. 22:19

2 Smámynd: FreedomFries

Ég kalla Allen rasista vegna þess að hann er rasisti! Macaca mómentið dró athygli umheimsins að heimskulegum og aulalegum rasisma Allen - það hefur lengi tíðkast að þingmenn og senatorar frá suðurríkjunum þurfa að spila þetta klassíska racial kort. Það er núna fyrst sem þeir þurfa að svara til saka fyrir það!

Og kommon - af hverju að kalla einhvern hörundsdökkannn mann 'macaca' - nema til að kommenta á að hann sé hörundsdökkur? Amma Allen var Frönsk, btw, og allar líkur til þess að hann hafi fengið bæði vöfflur og uppeldi í macaca-fræðum hjá ömmu gömlu!

En það er ekki bara macaca kommentið sem mér finnst fyndið, heldur líka að hann skyldi reyna að snúa sig út úr því með þessum aumingjalega hætti: macaca = caca-mohawk? og koma svo og biðjast afsökunar "auðvitað var þetta ljótt af mér, að tala ílla um þennan darkíe, wink, wink"

Mér er svosem sama hvort Allen vinnur eða ekki - aðalatriðið er að bandarískir stjórnmálamenn, og íslenskir, þurfa að læra að tala fyrir framan almenning, og að þeir geta ekki bara sagt nákvæmlega það sem þeim dettur í hug, eða haft ósómann eftir ömmu gömlu.

Reyndar, veistu hvað! Ég held að lærdómur þessa 'macaca' máls alls sé að það sé amma manns sem var rugludallur ;)

ps. fylgdistu með þessu Laffee máli í Rhode Island? Það var forvitnilegt, út frá Walberg kosningunni og Club for Growth involvementinu. Ef Chafee hefði tapað í Rhode Island hefði það verið meiriháttar sigur fyrir CfG og harðlínuafl flokksins (og meiriháttar blow fyrir stjórnina - og miðjuöflin!). Þetta voru sennilega merkilegustu kosningar haustsins!

Kveðja frá Minnesota!

Magnús

FreedomFries, 15.9.2006 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband