Annual day of the dead celebrations, Disney 9/11 "docudrama" og annað skemmtilegt

c_documents_and_settings_initial_user_desktop_the_spandex_boys.jpg

Þá er þessi merkilegi dagur liðinn. Ellefta september, afmælisdags Ferdinand Marcos, verður um alla ætíð minnst í bandaríkjunum með fánum, myndum af slökkviliðsmönnum, heimildarmyndagerð og þunglyndi. Ég hef reyndar verið að velta því fyrir mér hversu lengi kanarnir ætli að halda áfram að halda upp á ellefta september. Republikanarnir eiga eftir að krefjast þess að þetta verði gert að árlegum hátíðisdegi. Sennilega verður það eitt af 'values' kosningamálum þeirra eftir nokkur ár. Stjórnarskrárbreygingar til verndar fánanum, hjónabandinu og orðunum 'under god' í the pledge of allegiance, og svo árleg hátíðarhöld til að halda upp á getuleysi Bush stjórnarinnar í að hafa hendur í hári Osama Bin Laden.

Í gærkvöld reyndi ég að horfa á 'The road to 9/11' sem Disney lét framleiða fyrir ABC sjónvarpsstöðina. Þetta átti að vera 'docudrama', en flestir sem þekkja eitthvað til hafa gagnrýnt myndina fyrir að vera fulla af lygum og rangfærslum, og sýna hlut Bush stjórnarinnar í mjög björtu ljósi, og gefa til kynna að það sé raunverulega Clinton að kenna að Al Qaeda hafi getað ráðist á Bandaríkin. Það virðist reyndar eiga að vera kosninga-strategía republikana: almennar lygar og rangfærslur til að breiða yfir getuleisi stjórnarinnar.

En þó ég hafi, eins og sennilega margir kanar, setið og reynt að horfa á þessa asnalegu heimildar-grinmynd, virðist sem Bandaríska þjóðin sé búin að fá sig fullsadda. Allavegana flutti LA times fréttir af því í morgun að þegar 'the path to 9/11' var sýnd á sunnudagskvöldið hafi 'Sunday Night Football' fengið mun fleiri áhorfendur! Og ég get ekki gert það upp við mig, hvort mér finnist þetta gott eða slæmt!

Er það gott að bandaríkjamenn nenni ekki að horfa á lélega heimildarmynd sem er þess utan full af lygum? Eða er það slæmt að þeir hafi ekki meiri áhuga en svo á mikilvægum sögulegum atburðum, sem enn móta öll stjórnmál, að þeir vilji frekar horfa á risavaxna fullorðna karlmenn í spandexbuxum hlaupa á hvorn annan og veltast um í moldinni?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband