Kristnir kjósendur og vandamál Republikanaflokksins

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_christian_conservatives.jpg

Samkvæmt nýrri könnun virðast evangelistar og aðrir kristnir kjósendur vera að yfirgefa Republikanaflokkurinn. Hlutfall Bandarískra kjósenda sem telur flokkinn hliðhollan "vinsamlegan trú" hefur fallið úr 55% í 47%. Þó það sé slæmt, dylja þessar tölur þó mun athyglisverðari þróun sem ætti að hræða Karl Rove: fallið meðal hvítra evangelista og kaþólikka, sem eru kjarninn í 'the base' mun stærra, en tiltrú þessara hópa hefur fallið um 14 prósentustig. 

Religious voters have been a key voting bloc in recent elections with the most devout Protestant, Catholic and evangelical voters leaning strongly toward Republicans."The Republicans had done a good job of mobilizing those two groups in 2004 and that may be cooling a bit now," said Scott Keeter of the Pew Research Center said, referring to white evangelicals and white Catholics

Bush got 78 percent of the white evangelical vote and 56 percent of the white Catholic vote in 2004, according to exit polls.

Sigrar republikana í kosningum undanfarin misseri hafa að miklu leyti byggst á atkvæðum kristinna kjósenda, og því er það mjög alvarlegt mál fyrir flokkinn ef þessir kjósendur hætta að mæta á kjörstað. New york times veltir fyrir sér hvort stuðningur sumra republikana við stem cell research hafi grafið undan trú heittrúaðra á flokkinn...

Hver sem ástæðan er, virðast "kristnir" kjósendur í auknu mæli hafa misst trú á republikana.

Sjá umfjöllun NYT hér, aðeins styttri grein Washington Post hér.

Þessar niðurstöður eru mjög forvitnilegar, en þær vekja upp spurningar um hvaða hlutverk kristnir kjósendur, og trú, muni spila í bandarískum stjórnmálum.

Flestir Evrópubúar og frjálslyndir Bandaríkjamenn ganga út frá því sem vísu að áhrif trúariðkunar og trúhita á bandarísk stjórnmál séu af hinu ílla - og að vaxandi þátttaka trúarleiðtoga í stjórnmálaumræðunni hér vestra séu alvarlegt áhyggjuefni. Ég er í grundvallaratriðum sammála því. Maður þarf ekki að hlusta lengi á bandaríska sjónvarpspredíkara til að átta sig á því að þeir hafi sennilega gleymt að taka lyfin sín. Mann- og kvenhatrið sem skín í gegn um hómófóbíuna og karlrembuna er líka oft nóg til þess að fá hárin til að standa á sæmilega skynsömu fólki.

Ef við göngum út frá því að allir kristnir bandaríkjamenn hafi ekki áhuga á neinu öðru en hommum og fóstureyðingum, eins og Karl Rove og hugmyndasmiðir ný-íhaldsstefnu Bush-stjórnarinnar, ætti repúblíkanaflokkurinn að vera hið eina rétta pólítíska skjól kristinna kjósenda. En þó margir kristnir Bandaríkjamenn séu ílla upplýstar, fordómafullar pöddur sem hata homma og eru með einhverja morbid fixation á fóstureyðingar, er auvðitað mikið af fólki sem er í alvörunni trúað - trúir á jesú krist og allan kærleiksboðskap nýja testamentisins... þó það sé auðvelt að gleyma því þegar maður hlustar á Pat Robertson eða Jack Van Impe, er kristin trú hreint ekki einhverskonar satanismi sem snýst um það eitt að andskotast í því hvað fullorðið fólk gerir í svefnherberginu. Stjórnmálaflokkur sem þykist höfða til "trúaðra kjósenda", en hefur ekki upp á neitt annað að bjóða en löggjöf um samkynhneigð og fóstureyðingar getur varla notið velgengni til lengdar.

Republikanaflokkurinn hefur meira að segja tekist að svíkja þessi einu "kristnu" kosningamál sín. Stjórnarskrá bandaríkjanna var ekki breytt til að banna hjónabönd samkynhneigðra, og Bush stjórnin hefur ekki lagt til beinnar atlögu gegn fóstureyðingum. Þekking þingmanna republikana á biblíunni og grundvallarsetningum kristinnar trúar er reyndar svo léleg að það er vel skiljanlegt að þeir skuli ekki kunna að höfða til kristinna kjósenda.

Það er reyndar margt sem bendir til þess að "kristnir" kjósendur hafi áhuga á fleiru en þessum baráttumálum republikana. Eftir að fellibylurinn Katarína lagði New Orleans í rúst kom fram umræða meðal kristinna bandaríkjamanna um að það væri skylda okkar sem "kristinna manna" að hjálpa þeim sem minna mættu sín - og að samfélag sem umbæri fátækt og eymd á borð við þá sem Katarína afhjúpaði, gæti ekki staðið undir nafni sem "kristið". Ríkið, í kristnu samfélagi, yrði að standa sig... Nú er það löngu þekkt að ný-íhaldsmenn hafa litla trú á því að ríkið eigi að gera nokkuð annað en að útdeila skattaívilnunum til stórfyrirtækja og standa í stríðsrekstri í þriðjaheimslöndum. Karl Rove veðjaði á að það væri hægt að sjanghæa kristna kjósendur í republikanaflokkinn með því að lofa þeim að ríkið myndi líka vasast í kynlífi og prívatmálum fólks. Vandamálið er að "kristnir kjósendur" virðast hafa áhuga á fleiri málum, þar á meðal fátækt og umhverfismálum. Og, eins og könnun Pew sýnir, virðast þeir í auknu mæli vera að komast á þá skoðun að þessi mál verði ekki leyst nema með hjálp ríkisvaldsins.

In the poll, a large majority (79 percent) said there is “solid evidence” of global warning, and 61 percent said it is a problem that requires “immediate government action.”

Ef maður horfir á Fox news, og hlustar á AM talk radio, gæti maður haldið að allir bandaríkjamenn, fyrir utan fáeina íllgjarna kommúnista, femínista og kynvillinga, hötuðu ríkisafskipti og umhverfisvernd meira en pestina.

Það er þó ekkert sem bendir til þess að þessi þróun muni valda einhverjum vatnaskilum alveg á næstu misserum - samkvæmt könnun Pew eru ekki nema rétt 26% Bandaríkjamanna sem telja Demokrataflokkinn vinsamlegan trúuðum - og meðan svo er geta demokratar ekki nýtt sér óánægju kristinna kjósenda. Í millitíðinni hafa þeir ekki önnur hús að venda en Republikanaflokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Þetta er kannski grein sem þú hefur áhuga á í tengslum við þetta:

http://www.foreignaffairs.org/20060901faessay85504/walter-russell-mead/god-s-country.html

En annars sé ég að ég hef óvart stolið efninu úr greininni fyrir neðan hjá þér. Þú verður bara að lifa það af.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 28.8.2006 kl. 18:22

2 Smámynd: FreedomFries

Þakka þér fyrir! Ég komst ekki til að lesa þetta fyrr en núna. Þetta er ágæt grein - það er engin leið til að skilja bandarísk stjórnmál ef maður tekur trúarbrögð þeirra ekki alvarlega.

Kveðjur, Magnús

FreedomFries, 1.9.2006 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband