CIA hefur alltaf á röngu að standa um Íran

Cato-at-liberty voru með forvitnilegan póst um Íran og CIA í gær. Í gær skrifaði ég stutta færslu um þingmenn republikana, sem hafa með Peter Hoekstra í broddi fylkingar, gagnrýnt leyniþjónustu Bandaríkjanna fyrir að vera of hógværa í heimsendaspádómum sínum um Íran - og jafnvel haldið því fram að leyniþjónustan geri vísvitandi lítið úr hættunni sem stafar af Írönum og kjarnorkuvopnaáætlun þeirra.

Nú eru það varla fréttir að Íranir séu að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum - ekkert frekar en að það séu fréttir að bloggarinn Ahmadinejad, (sem er líka forseti Íran), hatist við Ísrael. Það þurfti ekki bækling/skýrslu Republikana til að sannfæra mig um hættuna sem stafar af stríðsæsingamönnum! Ekki frekar en að það séu fréttir að bandaríska leyniþjónustan geti ekki skaffað almennilegar og áræðanlegar upplýsingar um gang mála í miðausturlöndum.

Það sem kom mér á óvart var að CIA hefur allt síðan í upphafi tíunda áratug síðustu aldar haft á röngu að standa um kjarnorkuvopnaáætlanir Írana - síðan 1992 hefur CIA verið sannfært um að Íranir séu tvö til fimm ár frá því að framleiða kjarnorkuvopn! Með öðrum orðum - CIA hefur kerfisbundið ofmetið getu Írana til að smíða kjarnorkuvopn.

En það er kannski ekki svo skrýtið að Hoekstra, Bill Kristol og aðrir stríðsæsingamenn í röðum ný-íhaldsmanna séu alveg sannfærðir um að það sé ekki hægt að treysta CIA, sem hefur alltaf á röngu að standa - og um leið er ekki heldur skrýtið að þeir skuli iða af hræðslu yfir kjarnorkuvopnum Írana - því CIA og aðrir eru búnir að vera að segja þeim seinustu fimmtán árin að Íranir séu alveg rétt næstum búnir að smíða kjarnorkusprengjur...

Late 1991: In congressional reports and CIA assessments, the United States estimates that there is a ‘high degree of certainty that the government of Iran has acquired all or virtually all of the components required for the construction of two to three nuclear weapons.’  A February 1992 report by the U.S. House of Representatives suggests that these two or three nuclear weapons will be operational between February and April 1992.”

February 24, 1993: CIA director James Woolsey says that Iran is still 8 to 10 years away from being able to produce its own nuclear weapon, but with assistance from abroad it could become a nuclear power earlier.”

January 1995: The director of the U.S. Arms Control and Disarmament Agency, John Holum, testifies that Iran could have the bomb by 2003.”

January 5, 1995: U.S. Defense Secretary William Perry says that Iran may be less than five years from building an atomic bomb, although ‘how soon…depends how they go about getting it.’”

April 29, 1996: Israeli prime minister Shimon Peres says ‘he believes that in four years, they [Iran] may reach nuclear weapons.’”

October 21, 1998: General Anthony Zinni, head of U.S. Central Command, says Iran could have the capacity to deliver nuclear weapons within five years.  ‘If I were a betting man,’ he said, ‘I would say they are on track within five years, they would have the capability.’”

January 17, 2000: A new CIA assessment on Iran’s nuclear capabilities says that the CIA cannot rule out the possibility that Iran may possess nuclear weapons.  The assessment is based on the CIA’s admission that it cannot monitor Iran’s nuclear activities with any precision and hence cannot exclude the prospect that Iran may have nuclear weapons.”

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Það á ekki af CIA að ganga, mér finnst nú eiginlega enn verri fréttir að þeir vanmátu getu Líbíumanna til framleiðslu kjarnorkuvopnu. Þeir voru komnir mun nær því heldur en talið var´, þegar þeir lögðu verkefnið á hilluna eftir að Íraksstríðið hófst.

Finnur Hrafn Jónsson, 27.8.2006 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband