CIA fær skammir fyrir að útbúa ekki nógu skelfilegar skýrslur um Íran

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_skyrsla.jpg

Republikanar í Bandaríkjaþingi hafa gagnrýnt CIA harðlega fyrir að neita að taka undir skoðanir Bill Kristol og "the neo-con hawks" um að Bandaríkin þurfi að steypa sér í stríð við Íran. Samkvæmt New York Times í morgun hafa háttsettir republikanar um nokkurt skeið kvartað sáran undan því að sérfræðingar CIA og annarra njósnastofnana bandaríkjanna séu ekki nógu herskáir. NYT hefur eftir ónefndum starfsmanni stjórnarinnar að "The people in the [intelligence] community are unwilling to make judgement calls and don't know how to link anything together". Nú auðvitað vita þessir pointy headed intellectuals ekkert í sinn haus! Þeir eru augljóslega ekki að fylgjast með hemsmálunum eða þróun mála fyrir botni Miðjarðarhafs, ekki jafn vel og fréttaskýrendur FOX í það minnsta! Newt Gingrich t.d. veit hvernig heimurinn virkar

When the intelligence community says Iran is 5 to 10 years away from a nuclear weapon, I ask: "If North Korea were to ship them a nuke tomorrow, how clase would they be then?

Og ef þú getur ekki fengið aðra til að kokka upp þær skýrslur sem þú vilt að séu samdar verðurðu að barasta að skrifa þær sjálfur! Og það gerðu republikanar í þinginu. Samkvæmt skýrslu sem Peter Hoekstra og aðrir republikanar hafa sjálfir sett saman, stendur heimsbyggðinni mikil og vaxandi hætta af Íran og kjarnorkuvopnum þeirra. Þá er CIA sendur tónninn:

Intelligence community managers and analysts must provide their best analytical judgements about Iranian W.M.D. programs and not shy away from provocative conclusons or bury disagreements in consensus assessments.

Skýrslan er annars hin athyglisverðasta, svona sem dæmi um powerpoint föndur. (Myndin hér að ofan er af forsíðu hennar)

Það er athyglisvert að republikanar skuli ekki átta sig á því að CIA og aðrar "foreign intelligence" stofnanir skuli vilja fara varlega í heimsendaspádóma og "worst case scenario" bollaleggingar, sérstaklega í ljósi þeirrar gagnrýni sem þær hafa þurft að sæta vegna innrásarinnar í Írak. Forysta republíkanaflokksins hefur þverneitað að taka nokkra einustu ábyrgð á því að hafa villt fyrir almenningi í undirbúningi innrásarinnar - en Bush, Rumsfeld og félagar héldu því stöðugt fram að það væru skotheldar sannanir fyrir því að Írakar væru að koma sér upp gereyðingarvopnum.

Misræmið milli raunveruleikans og málflutningsins fyrir innrásina hafa Republikanar svo skýrt með því að kenna um "faulty intelligence", og í kjölfarið voru skipaðar nefndir og vinnuhópar til að sjá til þess að slíkt "intelligence failure" endurtæki sig ekki. En það sem þessi gagnrýni sýnir vel er að leiðtogalið Republikanaflokksins vill ekki að CIA og njósnastofnanir Bandaríkjanna afli áræðanlegra upplýsinga, greini þær og komist að skynsamlegum niðurstöðum. Í þeirra huga skiptir raunveruleikinn mun minna máli en ídeólógískar bollaleggingar - niðurstöður byggðar á áræðnlegustu upplýsingum eru engu betri en samsæriskenningar um ímynduð gereyðingarvopn.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband