Republikanar kunna ekki á getnaðarvarnir - vilja fleiri börn

Á Wall Street Journal blogginu er merkileg frétt um barneignir vinstri- og hægrimanna í Bandaríkjunum. Samkvæmt greininni virðast Republikanar mun líklegri en Demokratar til að eignast börn. Liberal hjón eiga að jafnaði 1.47 börn, meðan íhaldssamari hjón eiga 2.08 börn.

According to the 2004 General Social Survey, if you picked 100 unrelated politically liberal adults at random, you would find that they had, between them, 147 children. If you picked 100 conservatives, you would find 208 kids. That's a "fertility gap" of 41%. Given that about 80% of people with an identifiable party preference grow up to vote the same way as their parents, this gap translates into lots more little Republicans than little Democrats to vote in future elections. Over the past 30 years this gap has not been below 20%--explaining, to a large extent, the current ineffectiveness of liberal youth voter campaigns today.

Þetta er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir vinstrimenn! Það sem er eiginlega furðulegast er að þessi munur hverfur ekki þótt tekið sé tillit til þátta eins og tekna, þjóðfélagsstöðu, menntunar eða trúar:

The fertility gap doesn't budge when we correct for factors like age, income, education, sex, race--or even religion. Indeed, if a conservative and a liberal are identical in all these ways, the liberal will still be 19 percentage points more likely to be childless than the conservative.

Með öðrum orðum - það er ekki hægt að skýra þennan mun með því að Republikanar séu allir ómenntað sveitafólk, trúarofstækismenn eða fátæklingar í Suðurríkjunum. Hvernig sem á því stendur eru vinstrimenn í Bandaríkjunum ólíklegri til að eignast börn en hægrimenn!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En mögulega skýrist þetta nú samt af því að Republikanar séu sveitafólk. Sjá: http://www.urbanarchipelago.com/ Náttúrleg heimkynni Demókrata virðast jú vera stórborgir og búir þú í stórborg þá er erfiðara að eiga +2 börn en -2 börn.

María (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 09:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir þessa mjög svo ánægjulegu frétt, FreedomFries.

Jón Valur Jensson, 23.8.2006 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband