Pat Robertson, the Christian Right, skítfúlir yfir vopnahléi í Líbanon

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_patrobertson.jpg

Eins og við öll vitum er bráðnauðsynlegt að Miðausturlönd séu logandi ófriðarbál til þess að frelsaranum þóknist að koma aftur til jarðar og steypa okkur syndurunum til helvítis og hefja hina fáeinu útvöldu upp til himna (semsagt þau okkar sem höfum verið dugleg að senda peninga til Pat Robertson og annarra sendimanna almættisins...)

Pat Robertson, sem í seinustu viku hitti Ehud Olmert til að biðja fyrir sigri Ísraels í stríði þeirra gegn Hezbollah, og óbreyttum borgurum Líbanon, lýstu því yfir í útsendingu "the 700 club" að vopnahlé Ísraels og Líbanon væri hið versta mál - hafi gert að verkum að stríðið allt hafi verið gagnslaust:

Back from Israel to resume hosting his "700 Club" broadcast, Robertson quoted a Bible passage from the prophet Isaiah: "We were with child. We writhed in pain, but we gave birth to wind."

Suggesting that the invasion of Lebanon failed to achieve its objective, Robertson said, "Israel went in, but what have they done? Is the word of Isaiah true? -- 'We writhed in pain but we gave birth to wind' -- I'm afraid so." 

Robertson er ekki að segja að stríðið hafi verið tilgangslaust, vegna þess að Ísraelsher hafi ekki tekist annað en að eyðileggja infrastrúktúr í suður Líbanon, að flest allir sem féllu hafi verið óbreyttir borgarar og að Hezbollah hafi komið tvíelfdir út úr átökunum... nei, hann er svekktur yfir því að Ísraelsher hafi stoppað í miðjum klíðum.

En þetta er svosem ekkert mjög merkilegt - það eru gamlar fréttir að ofstækismenn og jólasveinar í röðum evangelícal kristinna séu að bíða eftir heimsendi - og það er svosem ekki heldur neitt nýtt að svoleiðis menn séu svekktir þegar blíðsúthellingum lýkur. Það sem er hinsvegar athylgisvert er að Robertson talar um "we" - "okkur". Hann og áhorfendur hans, og Ísraelsher, eru í huga Robertson saman í liði - áhorfendum the 700 club er sagt að þeir og Ísraelsher séu í sama báti.

Þetta er bara eitt af mörgum dæmum um nýlega, og mjög skuggalega, tilhneygingu kristinna öfgaafla að sjá sig sem einhverskonar varðmenn Ísraelsríkis. Bandaríkin hafa alltaf haft tilhneygingu til að styðja Ísrael, en fram til þessa hefur sá stuðningur fyrst og fremst ráðist af atkvæðum gyðinga í Bandaríkjunum, og þörf Bandaríkjanna að hafa áræðanlega bandamenn í Miðausturlöndum. Stuðningur heimsendatrúaraflanna við Ísrael er hins vegar nýtt fyrirbrigði og mun alvarlegra, kannski aðallega vegna þess að þegar fólk sem í alvörunni trúir á heimsendi, og bíður hans með óþreyju, er farið að hafa áhrif á utanríkispólítík stórveldis er voðinn vís.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband