Prófkjör gærdagsins voru nokkuð athyglisverð - niðurstöður forkosninganna í Connecticut og Georgíu komu ekki mjög á óvart. Lieberman tapaði fyrir Lamont - sem verður að túlka sem sigur fyrir vinstriarm Demokrataflokksins.
En ef demokratar hafa ákveðið að þoka sér frá miðjunni virðast republikanar í Michigan sömuleiðis hafa ákveðið að það væri ekkert vit í að flokkurinn væri að bjóða fram annað en alvöru harðlínumenn. Joe Swartz, hógvær republikani sem hefur stutt réttindi samkynhneigðra, rétt kvenna til að ráða líkama sínum sjálfar, og neitað að styðja þá republikana sem vilja banna allar fóstureyðingar, tapaði fyrir Tim Walberg sem er fyrrum prestur og fjármagnaður af 'The Minutemen PAC'. Fyrir þá sem ekki þekkja The Minutemen, er það flokkur vopnaðra hvítra karlmanna á pikkupptrukkum í suðurríkjunum, sem hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að "verja landamæri Bandarikjanna". Í kosningabaráttu Walberg, sem var fjármögnuð af The Minutemen, var Swartz úthrópaður fyrir að vera 'liberal' og 'out of touch' við kjósendur í Michigan. Það bjargaði Swartz ekki að forsetinn hefði lýst yfir stuðningi við hann og sömuleiðis McCain - Meira að sega NRA studdi Swartz - en það var ekki nóg! Þegar frambjóðandi republikana sem NRA styður er ekki 'nógu íhaldssamur' fyrir kjósendur erum við í vondum málum. Ef ég fæ einhverntímann að velja á milli tveggja frambjóðenda - eins sem er studdur af The NRA og annars sem er studdur af The Minutmen held ég að ég velji NRA.
Niðurstaða prófkjörsins í Michigan er sigur fyrir hægrivæng Republikanaflokksins - fólk sem er sannfært um að alvarlegustu vandamálin sem Bandaríkin standi frammi fyrir séu fóstureyðingar, samkynhneigð og innflytjendur... Republikanar í Michigan halda með öðrum orðum að leiðin til að vinna kosningarnar í haust sé að keyra hart til hægri.
Það skemmtilegasta er að mótframbjóðandi demokrata í kjördæminu er Sharon Renier - organískur bóndi! Er hægt að hugsa sér eitthvað skemmtilegra! Hippar vs The Minutmen! Jú, og Walberg er dyggur stuðningsmaður mótorhjólamanna í Michigan, og er tengdur mótorhjólaklúbbnum "Region 15 Wrecking Crew" - og félagsskapnum ABATE, sem stendur fyrir A Brotherhood Against Totalitarian Enactments. Það er Walberg sem er lengst til vinstri á myndinni að ofan - ásamt öðrum félögum í klúbbnum, "Bad Seed", "Slo", "Sue", "Don Don" og "Bugs"... Ég held ekki að ég myndi vilja hitta Bugs og Bad Seed í myrku húsasundi!
Sjá fréttir hér og hér af Swartz og Walberg.
Ps. Ég skora á Friðjón að sýna mér fram á að ég hafi á röngu að standa með Walberg!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Senílir pólítíkusar | Breytt 21.9.2006 kl. 15:47 | Facebook
Athugasemdir
Þú hefur örugglega rétt fyrir þér hvað Walberg varðar að hann hafi fengið stuðning frá Minutemen, ég held reyndar að stuðningur Club for Growth hafi ráðið miklu meiru en stuðningur mótorhjólatöffarana. CfG gaf mikið af $ og bjó til auglýsingar gegn Schwarz. http://www.joeschwarzisaliberal.com/index.php
þar að auki er Schwarz bara búinn að sitja á þingi í eitt kjörtímabil, hann situr fyrir kjördæmi sem er mjög íhaldssamt og í prókjöri fyrir 2 árum var hann einn "moderate" gegn 4 eða 5 íhaldsmönnum. Atkvæði þeirra skiptust en hann fékk útnefninguna með þriðjung atkvæða.
Þessi úrslit held á að boði ekki nýja tíma eða hafi einhver "ripple" áhrif.
Schwarz reyndar fékk þann dóm að ef allar atkvæðagreiðslur í þinginu hefðu fallið eins og hann kaus hefði það kostað bandaríska skattgreiðendur 26,6 milljarða dollara í nýjum fjárlagaliðum.
Þannig held ég að "fiscal conservatives" hafi haft meiri áhrif á niðurstöðu þessa prófkjörs en "social conservatives", er það ekki sá armur Republikanaflokksins sem þú ert minnst ósáttur við?
Friðjón R. Friðjónsson, 9.8.2006 kl. 17:31
Þessi setning á að hljóða svona:
Þessi úrslit held ég að boði ekki nýja tíma eða hafi einhver "ripple" áhrif.
Friðjón R. Friðjónsson, 9.8.2006 kl. 18:02
Sæll Friðjón!
Það eru, eins og þú bendir réttilega á, aðrar ástæður en the culture wars sem ráða því að Swartz tapar. Og það er alltaf hæpið að ætla að reyna að spá einhverju um framtíðina út frá kosningum í smákjördæmum í Michigan!
Hins vegar finnst mér að þessi niðurstaða sé merkileg fyrir nokkurra hluta sakir:
1) Swartz hafði stuðning Bush og NRA - sem fram að þessu hafa þótt nokkurnveginn gulltrygging fyrir kosningu í íhaldssömum kjördæmum - hann tapaði samt.
2) Walberg hafði stuðning The Minutement - sem fram að þessu hafa ekki verið að skipta sér opinberlega að stjórnmálum - hann vann.
Þó Walberg hafi verið fjármagnaðru að hluta til af Club for Growth skiptir stuðningurinn frá The Minutemen, þegar kemur að 'social conservatives' meiru. Það hefur enginn vengjulegur 'heartland' kani heyrt um 'Club for Growth' - það þekkja _allir_ the Minutemen!
Þó þetta hafi ekki einhver 'ripple áhrif', eins og þú segir, er ég þó þeirrar skoðunar að þetta 'boði nýja tíma'. The Minutemen eru að sumu leyti ný tegund af afli innan Republikanaflokksins, og ég á enn eftir að átta mig á því hverskonar pólítík þeir reka. Walberg er greinilega til hægri við the NRA, og þá er mikið sagt. Taktu líka eftir því að þessi biker samtök sem Walberg er í slagtogi með virðast vera 'anti-totalitarian'... Það, plús the Minutemen lyktar bara af einu: The bunker crazies! Og það er hópur fólks sem 'fiscal conservatives' og sumir libertarians hafa fundið til samkenndar með, vegna þess að þeir eru allir á móti of stóru ríkisvaldi.
En eins og ég segi - ég á alveg eftir að átta mig á þessu Minutemen innleggi. Þessvegna bloggaði ég um þetta - ég held að þetta geti orðið með áhugaverðari kosningabaráttum í haust - sérstaklega ef The Minutemen hafa sig eitthvað í frammi. Ég mun allavegana fylgjast grannt með Walberg.
Og jú - mikið rétt, ég er ósáttastur the social conservatives!
Magnús
FreedomFries, 11.8.2006 kl. 04:00
Ég gef CfG sigurinn m.a. vegna tilvitnana sem þessa:
"The Club for Growth and its 36,000 members spent around $1 million to help challenger Tim Walberg unseat first-term Rep. Joe Schwarz in Michigan's Republican primary on Tuesday. The win came despite Schwarz's support from President Bush and the National Rifle Association."
-Washington Post
Eins og kemur fram á Michigan Campaign Finance Network:
"In all, Club for Growth is the source for 86 percent of Walberg’s $1,185,000 in financial backing."
http://www.mcfn.org/press.php?prId=22
Það eru tvö "fiscal conservative samtök" sem ekki er sniðugt að vanmeta og það eru Club for Growth og Americans for Tax Reform. bæði samtökin er mjög góð í að safna peningum fyrir frambjóðendur og er algjörlega "single minded" í því að koma inn fiscal conservatives. vandinn er sá að til þess að frambjóðendurnir hafi breiðari skírskotun eru þeir oftast líka "social conservatives" líkt og Tom Coburn sem þáði gríðarlega fjármuni frá CfG.
Friðjón R. Friðjónsson, 12.8.2006 kl. 02:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.