Þá er það loksins offisíelt: Engin gereyðingarvopn í Írak

The dog ate my WMD'sSameinuðu þjóðirnar hafa loksins komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilgangslaust að halda áfram að leyta að gereyðingarvopnunum sem Saddam Hussein átti að hafa komið sér upp til að gefa Bandaríkjunum afsökun til að gera innrás og breyta Írak í helvíti á jörðu. Skv. AP (via CNN):

UNITED NATIONS (AP) -- The Security Council voted Friday to immediately close down the U.N. inspection bodies that played a pivotal role in monitoring Iraq's unconventional weapons programs under Saddam Hussein.

The resolution, approved by a vote of 14-0, terminated the mandate of the U.N. bodies responsible for overseeing the dismantling of Hussein's programs to develop nuclear, chemical and biological weapons and long-range missiles.

En það eru þó ekki allir þeirrar skoðunar að það sé ljóst að það séu ekki gereyðingarvopn einhverstaðar í Írak:

Russia abstained, saying there was still "no clear answer to the existence of weapons of mass destruction" in Iraq.

Ég geri ráð fyrir að hörðustu stuðningsmenn stríðsins í Írak muni halda áfram að fylgja Kremlarlínunni í þessu eins og öllu örðu. Flokkurinn og foringinn geta jú ekki hafa haft á röngu að standa!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...að gefa Bandaríkjunum afsökun til að gera innrás og breyta Írak í helvíti á jörðu".

En áður var svo gott að búa í Írak? Nú ætla ég ekki að segi ég ekki að Íraksstríði geti með nokkrum hætti talist vel heppnað. Hinsvegar verður það nú varla sagt að Bandaríkin hafi ruðst inn í sæluríki og sett allt annan endann. Írak var helvíti á jörðu fyrir innrásina. Átök milli trú- og þjóðflokka höfðu staðið þar í margar aldir. Lítil Súnnítaklíka hélt uppi ógnarstjórn.

Þú kannast líklega við spurninguna um tréð sem fellur í skóginum. Her kemur önnur: ef maður deyr í þriðjaheimslandi og vesturlandabúar heyra ekki um það í fréttunum skiptir það þá einhverju máli?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: FreedomFries

Ég held að það séu allir sammála um að Írak sé verra núna en það var - ég treysti íbúunum til að dæma um það sjálfir hvort þeir séu ánægðari með Írak fyrir innrás eða eftir innrás. En ef Írak var helvíti á jörðu áður en Bandaríkin gerðu innrás - hvað er það nú? Über-helvíti?

Ef innrásin hefði verið sæmilega undirbúin (sem hún var ekki), úthugsuð (sem hún var ekki), eða stýrt af hæfum mönnum sem hafði raunsæ markmið eða yfirhöfuð vitað hvað þeir voru að gera (sem hún var ekki) hefði þetta kannski allt gengið upp og Írak væri í dag "a shining beacon of democracy and freedom in the middle east". Það hefði verið stórkostlegt fyrir alla, sérstaklega íbúa Írak, ef Wolfowitz, Bush, Rumsfeld og Cheney hefði tekist ætlunarverk sitt - þ.e. ef ætlunarverkið var raunverulega að búa til frjálst og friðsælt Írak.

Bestu kveðjur!

FreedomFries, 29.6.2007 kl. 20:07

3 identicon

Ég efast um að íbúarnir yrðu á eitt sáttir um það hvort ástandið hefur batnað eða versnað. Hef til dæmis ekki heyrt neina Kúrda kvarta (þeir fengu ekki að dæma um það sjálfir hvort sinnepgasinu yrði sleppt eða ekki). Því er ekki hægt að neita að innrásin og eftirleikur hennar var klúður. Það er hinsvegar hættulegt að draga þá ályktun að ástandið hafi verið á einhvern hátt ásættanlegt fyrir innrás. Þetta var það sem ég meinti með þessari athugasemd fyrir ofan.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband