fös. 29.6.2007
Ný Fox News könnun: kjósendur treysta demokrötum betur komi til heimsstyrjaldar við alla múslima allstaðar
Það er alltaf gaman að sjá skoða skoðanakannanir Fox news, því þær innihalda alltaf eina eða fleiri spurningar sem eru svo furðulega orðaðar að að maður skilur ekki alveg hvernig nokkrum manni myndi detta í hug að spyrja þeirra. Engu að síður gefa þessar spurningar góða innsýn, bæði í þankagang þáttastjórenda Fox og áhorfenda þeirra. Fox kannanirnar innihalda nefnilega oft það sem kallað eru "talking points" republíkanaflokksins, og það er gagnlegt að sjá hvort þau eiga samhljóm með þjóðinni. Í vor spurði Fox t.d.
Do you think the Democratic Party should allow a grassroots organization like Moveon.org to take it over or should it resist this type of takeover?
Svarið var auðvitað "nei" - en Fox datt ekki í hug að spyrja
"Do you think the Republican Party should allow grassroots organizations like the NRA to take it over or should it resist this type of takeover?"
Nu, eða
"Do you think the Republican Party should allow Talk Radio hosts like Hugh Hewitt to dictate policy on important national issues like immigration"
Bæði eru þó "sanngjarnar" spurningar ef lógík Fox er fylgt. (Sjá hér Townhall grein varðandi áhrif Hewitt á þingmenn). Í nýjustu könnuninni er spurt: Ef allir íslamófasistar allra landa sameinast í einhverskonar allsherjar múslimabandalag og fara í stríð við hinn stóra Satan - hvorum myndir þú treysta til að verja frelsi, lýðræði og vestræna menningu, demokrötum eða repúblíkönum?
If there is an all-out war between the United States and various radical Muslim groups worldwide, who would you rather have in charge Democrats or Republicans?
Nú hefði maður ætlað að það væri bara eitt svar við þessari spurningu, Giuliani og Mitt Romney, því repúblíkanar hafa síðan 9/11 stöðugt hamrað á því að þeim einum sé treystandi í þessum "nýja heimi" þar sem íslamófasistar leynast á bak við hvert horn, allir múslimar eða innflytjendur séu hugsanlega terroristar og það er einhvernveginn eðlilegt að spyrja þingmenn hvort þeir vinni með hryðjuverkamönnum, af því þeir séu múslimar - eða jafnvel gefa í skyn að forsetaframbjóðendur séu á mála hjá wahhabískum klerkum frá Saudi Arabíu.
En Repúblíkanar virðast hafa blóðmjólkað þessa kú, því kjósendur treysta þeim síður en demokrötum til að heyja þriðju heimsstyrjöldina!
Democrats 41%, Republicans 38%, Both the same 9%, Dont know 12%
Þessi niðurstaða virðist bena til þess að "All 9/11, All the time" rökræðutækni og pólítík repúblíakana sé búin að ganga sér til húðar.
M
Ps. svo langar mig aftur að minna á Eyjuna.is, sem eru ný heimkynni Freedomfries!
Meginflokkur: Fox News | Aukaflokkar: ímyndunarveiki, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.