fim. 3.8.2006
Matsalir Bandaríkjaþings hættir að selja 'Freedom Fries'
Bandarískir þingmenn geta nú aftur pantað sér 'French Fries', í staðinn fyrir 'Freedom Fries'. Sömuleiðis er nú hægt að kaupa 'French toast', en ekki 'Freedom toast'. Það er reyndar mjög merkilegt að búið sé að breyta þessum nöfnum aftur. Forsagan er sú að í mars 2003 létu Bob Ney and Walter Jones breyta nöfnunum frönskum kartöflum í frelsiskartöflur, til að sýna fransmönnum í tvo heimana. En núna þykir republikönum semsagt að það sé búið að refsa frökkum nóg.
Það er frábær færsla um þetta á The Hill blog, sérstaklega þessi komment Nancy Pelosi um nafnabreytingarnar:
Clearly, this turn of events has cast our nation out of the frying pan and into the fire, said House Democratic Leader Nancy Pelosi. Considering the Republican Party has based its foreign policy and homeland security strategy on the naming of fast-food items, it is shocking that they would waffle on one of their most pressing agenda points.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.