fim. 3.8.2006
Pízza handa Ísraelsher - 'support the troops'
PizzaIDF.org býður bandaríkjamönnum upp á að sýna stuðning sinn við Ísraelsher í verki með því að panta pízzu og láta senda til hermanna á vígstöðvunum í Líbanon - allar "heimsendingar" eru gerðar með vitund og samstarfi Ísraelshers, en slagorð fyrirtækisins er "We are delivering to the Lebanese Border. And around Gaza"
Þetta er sannarlega merkilegur bisness! Hver segir svo að það séu bara hergagnaframleðiendur sem græða á stríðsrekstri? PizzaIDF (IDF = Israeli Defence Forces) segir á heimasíðu sinni
During the last four years we have delivered many thousands of pizza pies and other gifts to thousands of soldiers. It is hard to describe how happy they are to receive your "special treats" -- it goes well beyond getting a hot pizza late at night at a lonely post. It is as tremendous an experience for us to give them out on your behalf as it is for the soldiers to receive them. They love to know that people everywhere support and care for them
Our deliveries are coordinated with the security forces and pose no security risk.
Okkur óbreyttum borgurum, sem viljum sýna stuðning okkar í verki, gefst kostur á að panta pízzuveislu fyrir 5-90 hermenn, 90 manna veislan kostar litla 270 dollara. Allar pízzurnar eru Kosher. Fyrirtækið var stofnað 2002, og hefur víst verið að senda svöngum hermönnum pízzur síðan þá. Og hermennirnir eru voða þakklátir. Það er erfitt að skjóta óbreytta borgara, nei, ég meina hryðjuverkamenn, á fastandi maga...
On behalf of the soldiers of the IDF (Israel Defense Forces), we wish to thank the many, many people the world over who have sent Pizza, Burgers and a variety of other treats, and especially thank you to those who have sent pizza and encouraging messages of support and gratitude during the current campaign.
Ég á aeftir að athuga hvort pízzupantanir frá PizzaIDF séu frádráttarbærar frá skatti í Bandaríkjunum - ef ekki ættu vinir ísraels að krefjast þess, ef þetta er ekki mannúðaraðstoð þá veit ég ekki hvað er!
M.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Facebook
Athugasemdir
Það sem fólki dettur í hug...
Finnur Marteinn Sigurðsson, 3.8.2006 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.