Græningjar: handbendi afturhaldsaflanna

Ef Republikönum er legið á hálsi fyrir að þiggja peninga af vopnaframleiðendum og öðrum vondum stórkapítalistum, hvað finnst okkur þá um að Græningjar séu fjármagnaðir af Repúblikönum? Í Pennsylvaníu hafa græningjar þegið yfir 60.000 dollara frá stuðningsmönnum Rick Santorum, sem er án nokkurs vafa einn afturhaldssinaðasti leiðtogi Republikanaflokksins. Það sem meira er, Republikanar aðstoðuðu Græningja að safna undirskriftum til stuðnings því að frambjóðandi græningja fengi að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar - en frambjóðendur þurfa að skila inn undirskriftum frá 67.000 stuðningsmönnum. Meðlimir græningja í fylkinu eru rétt um 20.000, en þeim tókst að skila inn undirskriftum frá yfir 90.000 manns.

Samkvæmt Washington Post, og Hotline on Call, (og hér) er kosningabarátta Carl Romanelli, frambjóðanda Græningja alfarið fjármögnuð af Republikanaflokknum og Rick Santorum.

Það er sannarlega betra að vera á mála hjá handbendum stórfyrirtækja, en að vera á launum hjá stórfyrirtækjunum sjálfum? Nei, ég er eiginlega alveg steinhættur að skilja þetta... það er forvitnilegt að vita hvernig græningjum í Pennsylvaníu líði - hversu margir þeirra ætli muni kjósa Romanelli í komandi kosningum, og halda að þeir hafi hreina samvisku?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband