Demokratar leggja til að skrifstofa Cheney verði skorin af fjárlögum, enda sé hann ekki ríkisstofnun...

Bloggarar og blaðamenn elska þessa mynd af Cheney...Eftir að það komst í hámæli að Dick Cheney hefði haldið því fram að hann væri hvorki hluti framkvæmda- né löggjafarvaldsns hafa fréttaskýrendur og áhugamenn um stjórnmál verið að reyna að átta sig á því hvað Cheney væri. Demokratar á Bandaríkjaþingi hafa ákveðið að nota fjárveitingarvald þingsins til að fá niðurstöðu í þetta mál: (Raw Story):

Following Vice President Dick Cheney's assertion that his office is not a part of the executive branch of the US government, Democratic Caucus Chairman Rep. Rahm Emanuel (D-IL) plans to introduce an amendment to the the Financial Services and General Government Appropriations bill to cut funding for Cheney's office.

The amendment to the bill that sets the funding for the executive branch will be considered next week in the House of Representatives.

"The Vice President has a choice to make. If he believes his legal case, his office has no business being funded as part of the executive branch," said Emanuel in a statement released to RAW STORY. "However, if he demands executive branch funding he cannot ignore executive branch rules. At the very least, the Vice President should be consistent. This amendment will ensure that the Vice President's funding is consistent with his legal arguments."

Samkvæmt frétt Roll Call hefur Cheney fengið nærri fimm milljón dollara á fjárlögum hvers árs til rekstur skrifstofunnar. Hvíta Húsið hefur átt í mestu vandræðum með að útskýra stöðu Cheney innan stjórnkerfisins, eða hvað hann eigi eiginlega við þegar hann þykist hvorki vera hluti framkvæmdavaldsins eða lögjafarvaldsins:
At a press briefing yesterday, White House Deputy Press Secretary Dana Perino said that Cheney's assertion that he operates outside of the executive branch of government was "an interesting constitutional question that people can debate" and a "non-issue."
Hvað á eiginlega að ræða? Er þetta mjög flókin spurning? Reyndar virðist dómsmálaráðuneytið líka eiga í erfiðleikum með að svara því hvort varaforsetinn sé hluti framkvæmdavaldsins. Þetta fáránlega mál allt, sem Perino, talsmanni Hvíta Hússins finnst vera "a non-issue" kom upp á yfirborðið eftir að Cheney neitaði að veita the Information Security Oversight Office, að skrifstofu sinni. ISOO er hluti Ríkisskjalasafnsins, og hefur eftirlit með því að leynileg gögn og skjöl sem geyma ríkisleyndarmál séu varðveitt á samkvæmt reglum sem forsetinn sjálfur hefur gefið út. Samkvæmt þessum reglum á ISOO að hafa eftirlit með öllum skrifstofum, deildum eða öðrum sjálfstæðum einingum innan framkvæmdavaldsins sem starfa með, eða hafa aðgang að leynilegum upplýsingum. Styrinn stóð ekki um að einhverjir bjúrókratar og skjalaverðir fengju að róta í skúffunum á skrifborði Cheney: Cheney neitaði að gefa upp statistík! New York times:

...after repeatedly refusing to comply with a routine annual request from the archives for data on his staff’s classification of internal documents, the vice president’s office in 2004 blocked an on-site inspection of records that other agencies of the executive branch regularly go through.

... starting in 2003, the vice president’s office began refusing to supply the information. In 2004, it blocked an on-site inspection by Mr. Leonard’s office that was routinely carried out across the government to check whether documents were being properly labeled and safely stored.

Þetta er frekar einfalt mál: Cheney, sem varaforseti Bandaríkjanna, er hluti framkvæmdavaldsins, ISOO á að hafa eftirlit með meðferð framkvæmdavaldsns á leynilegum skjölum. Eftir að Cheney meinaði ISOO að fá að kanna meðferð á skjölum bað stofnunin því dómsmálaráðuneytið um úrskurð í þessu máli. (Í millitíðinni reyndi Cheney svo að fá ISOO lagt niður, en sú tilraun mistókst...) Dómsmálaráðuneytið segist vera að "skoða málið":
In January, Mr. Leonard (yfirmaður ISOO) wrote to Attorney General Alberto R. Gonzales asking that he resolve the question. Erik Ablin, a Justice Department spokesman, said last night, “This matter is currently under review in the department.

Dómsmálaráðuneytið var spurt í janúar síðastliðnum hvort varaforsetaembættið væri hluti framkvæmdavaldsins eða ekki - fimm mánuðum síðar hefur Alberto Gonzales ekki getað gert upp hug sinn!

M

Enn og aftur - ég minni á ný heimkynni FreedomFries á Eyjunni - ég ætla enn um sinn að birta flestar færslur mínar bæði á moggablogginu og Eyjunni, en ég hvet lesendur samt um að athuga nýju heimkynnin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband