Demokratar og Santorum og Islamofasistarnir

Santorum

Einn af föstum punktum í röksemdafærslu margra republikana fyrir því af hverju demokratar séu vondir og hættulegir er að hryðjuverkamennirnir myndu allir kjósa demokrataflokkinn. Þessi 'rök' eru sérstaklega vinsæl hjá Rush Limbaugh og öðrum á AM talk radio, en það kemur líka fyrir að 'virðulegir' stjórnmálamenn og senatorar á borð við Rick Santorum noti þessa línu. Ég hef reyndar aldrei alveg skilið af lógíkina. Samkvæmt Limbaugh og Santorum, berjast demokratar fyrir guðleysi, samkynhneigð, klámi og afnámi fjölskyldugilda - og þó þeir Limbaugh og Santorum eigi auðvelt með að snúa raunveruleikanum á hvolf hafa þeir ekki reynt að halda því fram að Al Qaeda sé að berjast fyrir fóstureyðingum eða siðleysi.

Sennilega byggir þessi röksemdafærsla um ást hryðjuverkamanna á demokrataflokknum á því að samkvæmt hægrimönnum eiga demokratar víst að hata Bandaríkin - og þar sem hryðjuverkamenn hata líka Bandaríkin hljóta þeir og demokratar að vera bestu vinir?

Fyrir okkur sem búum í raunveruleikanum er alveg augljóst að þessi 'hryðjuverkamennirnir styðja demokrata' ásökun er bæði andstyggileg og fáránleg - en það sem meira er, hún er ólógísk, jafnvel ef maður skrifar upp á hugmyndafræði AM talk radio og Rick Santorum!

En svo birtust allt í einu 'sannanir' fyrir því að hryðjuverkamenn og Íslamófasistar styddu demokrata - íllmennin í arabaheiminum gengu svo langt að lýsa formlega yfir stuðningi við demokratann Bob Casey, sem býður sig fram gegn Santorum til annars af sætum Pennsylvaníu í öldungadeildinni!

Málavextir eru semsagt þeir að á heimasíðunni 'www.AlJazeerah.info' voru Bandaríkjamenn hvattir til að kjósa demokrataflokkinn, og kjósendur í Pennsylvaníu til að fella Santorum af þingi. (sjá þessa frétt Al-Jazeerah hér.) Einhverra hluta vegna hafa hægrimenn í Bandaríkjunum sannfært sjálfa sig um að Al-Jazeera sé opinber málpípa Al Qaeda, og Santorum ákvað að gera sér mikinn mat úr þessum fréttum. Santorum mætti t.d. til O'Reilly til að kvarta unda því að hann sæti persónulega undir árásum hryðjuverkamanna. Og í kjölfarið fylltust hægrisinnaðar bloggsíður af upphrópunum og æsingi. Sjá t.d. Blue State Conservatives:

If there ever was a reason to vote for Santorum, this is it: Al-Jazeera endorses Casey against Santorum.

This needs to be plastered all over the blogosphere.

Samkvæmt Santorum og hægribloggurunum átti þetta að sanna íllsku demokrataflokksins og nauðsyn þess að kjósa Santorum á þing... Fyrir utan að það er absúrd að halda að Al-Jazeera sé einhverskonar hryðjuverkafélagsskapur, er eitt alvarlegt vandamál við þessa sögu allawww.aljazeerah.info hefur ekkert með sjónvarpsstöðina Al-Jazeera að gera! Á heimasíðu Al-jazeerah segir eftirfarandi:

This website, Al-Jazeerah.info, is not related by any means to Aljazeera TV station of Qatar

Enda er heimilisfang Al-Jazeerah skráð í Georgíufylki.

Rétt netfang Aljazeera er http://english.aljazeera.net/HomePage  

Rick Santorum hefur ekki beðist afsökunar eða dregið til baka yfirlýsingar sínar um að hryðjuverkamenn og Íslamófasistarnir vilji sig af þingi. Það er erfitt að segja hvort lygasögur af þessu tagi hafi einhver áhrif á kjósendur. Hit and Run, þar sem ég rakst á þessa sögu, er sannfært um að við eigum eftir að sjá meira af svona málflutningi fram að kosningunum í haust.

Kannanir benda reyndar til að Santorum geti hæglega tapað fyrir Casey - kosningabarátta þeirra er af mörgum talin ein sú allra mikilvægasta í haust, því Santorum er einn af mikilvægustu leiðtogum Republikanaflokksins - og einn af valdamesti þingmaður í flokki 'social conservatives'. Santorum hefur, auk þess að ljúga upp fáránlegum fréttum, gripið til þess ráðs að fjármagna kosningabaráttu Græningja í fylkinu.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband