sun. 30.7.2006
Ísland í Washington Post
Það vaknar alltaf einhver hégómleg þjóðerniskennd þegar maður sér fjallað um Ísland í fjölmiðlum í BNA. Og ég er ekki einn um það, svo mér fannst tilvalið að deila þessari grein úr Washington Post frá í morgun. "Tapped out in Iceland. A Late Night In Reykjavik Leads One Reveler Into the Countryside For Renewal".
Eftir að hafa lesið nokkuð margar svona greinar er ég alltaf jafn hissa á því hversu nákvæmlega þær fylgja ákveðinni formúlu: Yfirleitt þarf ferðagrein um Ísland að byrja í Reykjavík - þar sem annað hvort er kommentað á hversu fallegar íslenskar konur séu - hávaxnar og ljóshærðar, eða að talað er um næturlíf Reykjavíkur. Hvort sem það eru konurnar eða næturlífið er inntakið að Íslendingar séu frekar óheflaður þjóðflokkur, í tengslum við einhvern barbarískan, en göfugan, innri mann sinn. Við erum "lively weekend warriors", - og sé tekstinn lesinn kemur í ljós að þessi barbaríski innri maður okkar er the noble savage, og í okkar tilfelli eru það norrænir forfeður okkar - því við erum "tall, burly descendants of Vikings". Það bregst ekki að ferðagreinar um Ísland minnast á víkinga í fyrstu málsgrein. (Ég skora á lesendur að finna ferðagrein um Ísland sem ekki fer að tala um víkinga í fyrstu málsgreininni!)
Mér finnst reyndar grunsamlegt að Tommy Nguyen, sem skrifar þessa grein fyrir Washington Post skuli ekki, eins og nánast allir aðrir, tala um ljóshærðar konur. Á hvaða bar var hann eiginlega? Af því að lesa bandarískar ferðagreinar um Ísland hefur mér skilist að allir barir Reykjavíkur séu fullir út úr dyrum af ljóshærðum valkyrjum! En Tommy fylgir reyndar annarri ferðapistlahefð: hann skrifar um hversu nútímalegir, hip og cool við Íslendingar séum: "a few barhops ago the scene looked like Fashion Week in Manhattan" - það er ekki dónalegt. Ferðapennar vitna yfirleitt í Tokyo, London, nú, eða Manhattan. Tommy Nguyen vekur reyndar upp borg sem ég man ekki eftir að hafa oft séð í bandarískum ferðapistlum: Seattle: "it felt like the old Seattle, with kids in black hoodies keeping warm and electrified in their world-class live-music scene". Þetta þótti mér vænt um - útlendingum þykir ekki bara mikið koma til karlmannlegra íslenskra karlmanna, og ljóshærðra íslenskra kvenna, heldur taka þeir eftir því að íslenskir underground unglingar eru líka á heimsmælikvarða... Ég hef reyndar ekki lesið ferðalýsingar í mússíkpressunni, en mig grunar að þar sé þetta standardþema.
Eftir að hafa opnað ferðagreinina með vinsamlegum orðum um fegurð, karlmennsku og víkingablóðið tekur náttúrulýsingin við - og þá er Íslandi yfirleitt stillt upp sem hreinu á móti mengun og firringu iðnríkjanna. Nguyen beitir reyndar skemmtilegri brellu í greininni - hann tengir umtal sitt um drykkju föstudagskvöldsins og 'toxins' við þerapjútísk áhrif íslenskrar náttúru. Fegurð og hreinleiki íslenskra óbyggða hreinsa mengunina og aðskotaefnin úr líkama ferðalangsins...
Seinna í greininni grípur Tommy til annarrs klassísks frásagnarminnis - Íslendingar borða skrýtinn mat, og tengir það líka við hreinleika okkar, og þerapjútískra eiginleika landsins og menningarinnar:
Still, the unsightly substance somehow reminded me of how many Icelanders believe that eating putrefied cubes of shark meat, called hakarl , is a great way to cure a hangover. Perhaps Icelanders know that only through worldly repulsion can one acquire inner calm. Maybe this place, like rotten dead fish, was on to something.
Tommy heimsækir líka Bláa Lónið, sem endurvekur trú hans á að mennirnir séu allir bræður (í venjulegum ferðagreinum um Ísland er yfirleitt minnst á velferðarkerfið, til að ná sama effect...)
It's one of the few places where you'll see spiky-haired British punks, large German grandmothers and pale Japanese businessmen sharing a warm, relaxing moment together half-naked. ... It's a small world after all.
Nguyen keyrir upp á Snæfellsnes - og er svo vænn að bjóða okkur upp á soundtrakk með ferðinni! Heartless Bastards, Arcade Fire, Bjork, the Sleepy Jackson, Elliott Smith - Tommy Nguyen sannar með tónlistarlistanum að hann er vel að sér í því hvað telst gáfuleg og alternatív tónlist í Bandaríkjunum. Svo er talað um Snæfellsjökul og Jules Verne. Hótel Hellnar - Tommy minnist á hversu dýrt allt sé, en hversu ægilega umhverfisvænt og náttúruvænt líka. Og svo er keyrt inn á hálendið - og þá kemur upp alveg splúnkunýtt þema - hálendið sem Mordor.
At a point when the land of Mordor couldn't seem more impenetrable, off in the distance a sprinkle of yellow dusted the side of a hill. The same thing happened in green, orange, rose -- a rainbow range of rhyolite hills started to appear out of nowhere.
Eftir að Lord of the Rings kom út hefur Mordor líkingin verið að vinna á í ferðalýsingum af Íslandi. En þessi málsgrein leikur á það minni sem allar ferðalýsingar bandaríkjamanna frá Íslandi virðast byggjast á: Ísland sem land andstæðna, og landið þar sem andstæðurnar mætast, og lifa í sátt og samlyndi... í næstu málsgrein talar hann um jarðskorpuhreyfingar og að í gegnum Ísland liggi mót Ameríku og Evrópuplatnanna, og greinina endar hann með þessum orðum:
It felt great making peace with the duality of the Icelandic experience, detoxifying as it was intoxicating.
Það er merkilegt hversu oft sömu stefin koma upp í þessum ferðalýsingum. Útlendingar sem koma til Íslands búast við alveg ákveðnum hlutum, og hafa alveg ákveðnar hugmyndir um hvað Ísland bjóði þeim upp á - og ódýr orka, jarðgöng og stóriðjurekstur í smáþorpum eru ekki á þeim lista...
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:07 | Facebook
Athugasemdir
Smá viðbót í flóru athyglisverðra frambjóðenda.
Miyagi Does Politics
A Nevada Republican porn star is running for governor.
http://article.nationalreview.com/?q=YzMwOTJkZDY3Y2JhMGY0OWU0ZjU4MTAxZDI1OTU0MjQ=
kv.
Friðjón
Friðjón R. Friðjónsson, 31.7.2006 kl. 14:52
Sæll!
Ég var búinn að taka eftir henni - Wonkette minnir mig að hafi eitthvað talað um Miyagi, en mér fannst ég verða að hafa einhvern standard ;) Eftir færslur um spillingu, kynferðisglæpamenn, kynvillu og eiturlyf dag eftir dag, fannst mér eiginlega óviðeigandi að fara að blogga um klámstjörnur líka... Þetta blogg mitt átti að fjalla á "skynsaman og gagnrýninn hátt um Bandaríkin, bandarísk stjórnmál og bandaríska menningu", en ekki að vera The National Enquierer ;)
En fyrst við erum farnir að tala um krossgötur stjórnmála og klámiðnaðarins - hefurðu séð þetta Colbert viðtal?
http://www.youtube.com/watch?v=kCOmKJAPyqk&search=colbert%20porn
Maggi
FreedomFries, 31.7.2006 kl. 15:51
Það sem mér fannst einna fyndnast var að það væri fjallað um Miyagi í National Review, National Enquierer já, en síður við National Review.
Colbert viðtalið er tær snilld, var búinn að sjá það, en það er alltaf gaman að sjá svona snilld.
Friðjón R. Friðjónsson, 1.8.2006 kl. 02:21
Það fannst mér líka fyrst, en ég las aðeins um þessa Miyagi, og skoðaði síðuna hennar, og hún er mjög langt frá því að vera einhverskonar nutcase - hún virðist bæði vera klók og virkilega drifin, ef hún væri ekki klámstjarna, heldur með einhverja 'venjulega vinnu' ætti hún að eiga séns í pólitík?
FreedomFries, 2.8.2006 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.